Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gústaf Ásgeir sigursæll
Fréttir 28. júlí 2015

Gústaf Ásgeir sigursæll

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Mikið var um dýrðir á Íslandsmóti í hestaíþróttum sem fram fór á félagssvæði hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum í Kópavogi dagana 8.–12. júlí sl. Öll aðstaða á hinu nýja keppnissvæði Sprettsmanna þótti til fyrirmyndar og þótti gefa góð fyrirheit fyrir Landsmót sem haldið verður þar árið 2018. 
 
Um 1.300 skráningar voru á Íslandsmótið og þótti hestakostur góður og keppnin sterk í öllum flokkum. 
Gústaf Ásgeir Hinriksson var sigursælasti keppandi mótsins en hann tryggði sér fimm Íslandsmeistaratitla. Gústaf, sem keppir í ungmennaflokki, sigraði slaktaumatölt á Skorra frá Skriðulandi, fjórgangskeppni sigraði hann á Þyt frá Efsta-Dal II og fimmgangskeppni ungmenna sigraði hann á Geisla frá Svanavatni. Hann skaut svo eldri og reyndari keppendum ref fyrir rass í opnum flokki í 250 metra skeiði þegar hann sigraði á Andra frá Lynghaga á tímanum 21,91 sekúnda.
 
Danmerkurfararnir Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi sigruðu fjórgang meistara. Systkinin Heiða Rún Sigurjónsdóttir og Arnar Máni Sigurjónsbörn sigruðu fjórgangskeppni unglinga og barna.
Keppnin þótti hve mest spennandi í fimmgangi og tölti. Í fimmgangi sigraði Eyrún Ýr Pálsdóttir á Hrannari frá Flugumýri II eftir að hafa unnið sig upp úr B-úrslitum flokksins. Fimmgang unglinga sigraði Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Villanda frá Feti.
 
Jöfn töltkeppni
 
Í tölti urðu tveir keppendur jafnir að stigum í efsta sæti. Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum sigruðu eftir sætaröðun en Kristín Lárusdóttir og Þokki frá Efstu-Grund urðu að láta sér lynda silfrið. Róbert Bergmann sigraði töltkeppni ungmenna á Smið frá Hólum, Anna Bryndís Zingsheim sigraði í unglingaflokki á Degi frá Hjarðartúni en Glódís Rún Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík sigruðu í barnaflokki.
 
Keppnisgreinin slaktaumatölt nýtur vaxandi vinsælda hér á landi. Í meistaraflokki sigraði Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla með glæsilega einkunn, 8,88, sem hlýtur að reynast gott veganesti fyrir þá félaga sem eru nú á leið á Heimsmeistaramót í Danmörku. Í unglingaflokki sigraði Eva Dögg Pálsdóttir á Brúney frá Grafarkoti.
 
Yngri knapar kepptu einnig í fimi og sigraði Súsanna Katarína Guðmundsdóttir í ungmennaflokki og Katla Sif Snorradóttir í barnaflokki. Þær Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Annabella R. Sigurðardóttir urðu jafnar að stigum í unglingaflokki.
 
Vekringar á fullri ferð
 
Gamla brýnið Sigurbjörn Bárðarson sigraði 150 metra skeið á Óðni frá Búðardal á tímanum 14,38. Í 100 metra skeiði sigraði Bjarni Bjarnason á Heru frá Þóroddsstöðum, Konráð Valur Sveinsson á Kjark frá Árbæjarhjáleigu II sigraði í ungmennaflokki og Guðmar Freyr Magnússon á Fjölni frá Sjávarborg í unglingaflokki. Þeir Guðmar Freyr og Konráð Valur gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu einnig sína flokka í gæðingaskeiði. Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhól sigraði í meistaraflokki gæðingaskeiðs.
 
Samanlagður sigurvegari í barnaflokki var Glódís Rún Sigurðardóttir, í unglingaflokki varð Guðmar Freyr Magnússon Íslands­meistari. Fjórgangssigurvegari ungmenna­flokks var Jóhanna Margrét Snorradóttir á hestinum Stimpli frá Vatni, samanlagður fimmgangssigurvegari var Gústaf Ásgeir Hinriksson á Geisla frá Svanavatni.  Í meistaraflokki urðu Kristín Lárusdóttir og Þokki frá Efstu-Grund samanlagðir fjórgangssigurvegarar og Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla samanlagðir fimmgangssigurvegarar.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...