Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, ber sig faglega að við snoðrúninginn.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, ber sig faglega að við snoðrúninginn.
Mynd / Jóhannes Magnússon
Fréttir 14. apríl 2016

Gullklippurnar í hendur Jóns Ottesen

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Það var handagangur í öskjunni þegar sex úrvalsrúningsmenn öttu kappi í keppninni um Gullklippurnar sem haldin var á Kex Hostel í Reykjavík um liðna helgi. Jón Ottesen bóndi á Grímarsstöðum bar sigur út býtum.

Fjöldi manns mætti og fylgdist með rúningi en á myndinni má sjá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda á Ljótarstöðum, bera sig faglega að við snoðrúninginn. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, var kynnir og Lilja Grétarsdóttir dæmdi af nákvæmni.

Það var síðan eitt af fyrstu embættisverkum nýs landbúnaðarráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, að afhenda Jóni Ottesen sigurlaunin. Viðburðurinn var skipulagður í samvinnu Landssamtaka sauðfjárbænda, sem endapunkturinn á aðalfundi og árshátíð, Bændablaðsins og forsvarsmanna Kex Hostel. Keppnin um Gullklippurnar var nú haldin í þriðja sinn. 

 

27 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...