Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, ber sig faglega að við snoðrúninginn.
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi á Ljótarstöðum, ber sig faglega að við snoðrúninginn.
Mynd / Jóhannes Magnússon
Fréttir 14. apríl 2016

Gullklippurnar í hendur Jóns Ottesen

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Það var handagangur í öskjunni þegar sex úrvalsrúningsmenn öttu kappi í keppninni um Gullklippurnar sem haldin var á Kex Hostel í Reykjavík um liðna helgi. Jón Ottesen bóndi á Grímarsstöðum bar sigur út býtum.

Fjöldi manns mætti og fylgdist með rúningi en á myndinni má sjá Heiðu Guðnýju Ásgeirsdóttur, bónda á Ljótarstöðum, bera sig faglega að við snoðrúninginn. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, var kynnir og Lilja Grétarsdóttir dæmdi af nákvæmni.

Það var síðan eitt af fyrstu embættisverkum nýs landbúnaðarráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, að afhenda Jóni Ottesen sigurlaunin. Viðburðurinn var skipulagður í samvinnu Landssamtaka sauðfjárbænda, sem endapunkturinn á aðalfundi og árshátíð, Bændablaðsins og forsvarsmanna Kex Hostel. Keppnin um Gullklippurnar var nú haldin í þriðja sinn. 

 

27 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...