Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands; Gunnar Eiríksson, Eiríkur Blöndal, Einar Ófeigur Björnsson, Guðrún Tryggvadóttir og Sindri Sigurgeirsson.
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands; Gunnar Eiríksson, Eiríkur Blöndal, Einar Ófeigur Björnsson, Guðrún Tryggvadóttir og Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. mars 2018

Guðrún Tryggvadóttir ný inn í stjórn Bændasamtaka Íslands

Höfundur: smh

Guðrún Tryggvadóttir Svartárkoti kemur ný inn í stjórn Bændasamtaka Íslands, en kosningu er nýlokið.  

Þeir Eiríkur Blöndal Jaðri, Gunnar Eiríksson Túnsbergi og Einar Ófeigur Björnsson Lóni II gáfu allir kost á sér til áframhaldandi setu og voru endurkjörnir ásamt formanninum Sindra Sigurgeirssyni Bakkakoti.

Guðný Helga Björnsdóttir Bessastöðum gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

Eiríkur hlaut 40 atkvæði, Einar Ófeigur 39, Guðrún 38 og Gunnar 32.

Jóna Björg Hlöðversdóttir Björgum, nýkjörinn formaður Samtaka ungra bænda, lýsti yfir framboði en fékk 25 atkvæði og því ekki brautargengi til setu í Bændasamtökum Íslands.

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f