Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Mynd / Krónan
Fréttir 13. júlí 2018

Grunur um salmonellu í spænsku svínakjöti

Höfundur: Bjarni Rúnars
Matvælastofnun hefur sent frá sér viðvörun vegna gruns um salmonellusmit í Lúxus grísakótelettum frá Krónunni. Salmonella greindist í einu sýni og hefur Krónan ákveðið að bregðast við því og innkalla Lúxus grísakótelettur, bæði ókryddaðar og kryddaðar. Er það gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
 
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að eftirfarandi auðkenni sé á vörunni:
 
Vörumerki: Krónan
Vöruheiti: Lúxus grísakótelettur úrb., Lúxus grísakótelettur ítölsk marinering, Lúxus grísakótelettur New York
Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar
Geymsluskilyrði: Kælivara
Upprunaland kjöts: Spánn
Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Framleiðandi: Krónan ehf.
Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
 
Þá kemur jafnfram fram í tilkynningunni að neytendur geti skilað viðkomandi vörum í næstu verslun Krónunnar og fengið þær endurgreiddar. Tekið er fram að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta greininguna.
 
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa undanfarið staðið fyrir skimun á kjöti á markaði þar sem tekin eru sýni úr innlendu og erlendu kjöti. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna sér um sýnatökuna og fer hún fram hjá smásölum. 
Í skimuninni er einkum skimað eftir eftirfarandi atriðum:
 
Salmonellu í svínakjöti.
Kampýlóbakter og salmonellu í alifuglakjöti.
Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) í nautagripakjöti.
Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) í kjöti af sauðfé (lambakjöt og kjöt af fullorðnu fé). 

 

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...