Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Mynd / Krónan
Fréttir 13. júlí 2018

Grunur um salmonellu í spænsku svínakjöti

Höfundur: Bjarni Rúnars
Matvælastofnun hefur sent frá sér viðvörun vegna gruns um salmonellusmit í Lúxus grísakótelettum frá Krónunni. Salmonella greindist í einu sýni og hefur Krónan ákveðið að bregðast við því og innkalla Lúxus grísakótelettur, bæði ókryddaðar og kryddaðar. Er það gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
 
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að eftirfarandi auðkenni sé á vörunni:
 
Vörumerki: Krónan
Vöruheiti: Lúxus grísakótelettur úrb., Lúxus grísakótelettur ítölsk marinering, Lúxus grísakótelettur New York
Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar
Geymsluskilyrði: Kælivara
Upprunaland kjöts: Spánn
Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Framleiðandi: Krónan ehf.
Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
 
Þá kemur jafnfram fram í tilkynningunni að neytendur geti skilað viðkomandi vörum í næstu verslun Krónunnar og fengið þær endurgreiddar. Tekið er fram að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta greininguna.
 
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa undanfarið staðið fyrir skimun á kjöti á markaði þar sem tekin eru sýni úr innlendu og erlendu kjöti. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna sér um sýnatökuna og fer hún fram hjá smásölum. 
Í skimuninni er einkum skimað eftir eftirfarandi atriðum:
 
Salmonellu í svínakjöti.
Kampýlóbakter og salmonellu í alifuglakjöti.
Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) í nautagripakjöti.
Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) í kjöti af sauðfé (lambakjöt og kjöt af fullorðnu fé). 

 

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...