Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Mynd / Krónan
Fréttir 13. júlí 2018

Grunur um salmonellu í spænsku svínakjöti

Höfundur: Bjarni Rúnars
Matvælastofnun hefur sent frá sér viðvörun vegna gruns um salmonellusmit í Lúxus grísakótelettum frá Krónunni. Salmonella greindist í einu sýni og hefur Krónan ákveðið að bregðast við því og innkalla Lúxus grísakótelettur, bæði ókryddaðar og kryddaðar. Er það gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
 
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að eftirfarandi auðkenni sé á vörunni:
 
Vörumerki: Krónan
Vöruheiti: Lúxus grísakótelettur úrb., Lúxus grísakótelettur ítölsk marinering, Lúxus grísakótelettur New York
Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar
Geymsluskilyrði: Kælivara
Upprunaland kjöts: Spánn
Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Framleiðandi: Krónan ehf.
Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
 
Þá kemur jafnfram fram í tilkynningunni að neytendur geti skilað viðkomandi vörum í næstu verslun Krónunnar og fengið þær endurgreiddar. Tekið er fram að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta greininguna.
 
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa undanfarið staðið fyrir skimun á kjöti á markaði þar sem tekin eru sýni úr innlendu og erlendu kjöti. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna sér um sýnatökuna og fer hún fram hjá smásölum. 
Í skimuninni er einkum skimað eftir eftirfarandi atriðum:
 
Salmonellu í svínakjöti.
Kampýlóbakter og salmonellu í alifuglakjöti.
Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) í nautagripakjöti.
Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) í kjöti af sauðfé (lambakjöt og kjöt af fullorðnu fé). 

 

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...