Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heyskapur.
Heyskapur.
Mynd / Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
Á faglegum nótum 13. júní 2017

Gróffóðurverkun og íblöndun

Höfundur: Berglind Ósk Óðinsdóttir starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun
Nú er framleiðsla gróffóðurs næsta vetrar að fara á fullt. 
 
Það er mikilvægt að vanda vel til verka við framleiðslu á gróffóðri því það á að vera grunnurinn að mjólkur- og kjötframleiðslunni næsta árið.
 
Gróffóðurverkunin er misjöfn eftir því hvaða aðferðir menn velja
 
Þurrhey (yfir 70% þurrefni), aðferð sem er ekki lengur algeng. Eftir þurrt sumar er þó töluvert um að menn þurrki vel í rúllur líka. Í þurrheyi er ekki mikil verkun eftir að það hefur verið sótt af velli, því er vel hægt að taka hirðingarsýni til þess að fá góða mynd af því hvernig þurrheystaðan nýtist. Helst þarf að passa að ekki komist raki að þurrheyinu svo það mygli ekki. 
 
Rúlluhey (40%–70% þurrefni), milli-þurrar rúllur sem eru líklega þær algengustu á Íslandi. Þetta er ekki algeng verkunaraðferð annars staðar í veröldinni. En þetta er engu að síður ágætis aðferð til að verka fóður. Íblöndunarefni eru ekki framleidd til þess að nota í þurrlegt gróffóður, það er lítil verkun sem á sér stað við þær aðstæður. Eftir því sem rakastigið eykst aukast þarfirnar fyrir íblöndun til þess að tryggja rétta gerjun. Ef grasið er slegið við rétt þroskastig, þ.e. það er ekki orðið of sprottið er vel hægt að hafa töluverðan raka í því án þess að nota íblöndunarefni. En þá þarf að vera sykur til að brjóta niður og það þarf að þjappa rúllunum vel saman og pakka þeim vel inn. Vönduð vinnubrögð geta vel dugað til þess að fá vel verkaðar milliþurrar rúllur af fyrsta slætti. Hins vegar verður alltaf til ákveðin hætta ef við erum að slá frekar seint, eða um annan eða þriðja slátt er að ræða, eða jafnvel ytri aðstæður eru erfiðar. Þá getur það verið vel þess virði að nota íblöndunarefni í þetta fóður líka.
 
Vothey (28-40%), verkað í stæðum, turnum eða rúllum. Þetta er fóður sem er lítið forþurrkað og hirt af velli frekar blautt. Þá verðum við að treysta á góða gerjun til þess að varðveita næringarefnin í fóðrinu. Við bestu aðstæður er hægt að hugsa sér að þetta gangi upp án íblöndunar, sérstaklega á fyrsta slætti, þegar slegið er eftir sólríkan dag (nægur sykur fyrir överurnar sem koma úr umhverfinu), forþurrkað þannig að þurrefnið sé á bilinu 32%-37% og það gerist hratt eða á ekki lengri tíma en sólarhring. En er það áhættunnar virði? Það er mjög góður kostur að nota íblöndunarefni í vothey með því að smita með þeim bakteríum sem við viljum að verki gróffóðrið til að tryggja rétta gerjun og að það nýtist þá sem best næsta vetur. Ef verka á með lægra þurrefni en 30% getur verið öruggari kostur að sýra beint.
 
Mat á aðstæðum og val á íblöndunarefnum
 
Þegar við erum að verka gróffóður er í raun verið að nýta örverur til þess að sýra það. Örverur sem nýta sykurinn í gróffóðrinu mynda mjólkursýru sem lækkar sýrustigið og þannig varðveitast næringarefnin. Það verðu minna niðurbrot af próteini og óæskilegar örverur ná sér ekki á strik. Mjólkursýran sem myndast nýtist líka fyrir kýr og kindur sem éta fóðrið því þær eru jú með mjólkursýrugerjandi bakteríur í vömbinni og geta þar af leiðandi tekið mjólkursýruna úr fóðrinu upp líka og nýtt sem orku. Svo það má ekki líta þannig á að sykurinn sem örverurnar nýti sé glataður hann nýtist bara á öðru formi.
Örverurnar sem eru til í íblöndunarefnum eruð aðeins mismunandi og hafa þar af leiðandi aðeins mismunandi eiginleika. Það er svo aftur aðeins mismunandi eftir aðstæðum hvaða eiginleikum við erum að leita að í örverunum. Í grunninn eru þetta mjólkursýrugerjandi örverur en þær eru hægt að flokka í einsleitar og fjölbreytilegar (homofermentative og heterofermentative). 
 
Þessar einsleitublöndur af mjólkursýrugerjandi örverum hafa sýnt sig í rannsóknum að skili meiri gæðum í gróffóðrinu eftir verkunina. Þær eiga að sýra hratt og niðurbrotið verður mjög lítið, eða eins lítið og mögulegt er. En til þess að þær geti sinnt sínu vel og örugglega þarf þetta að vera gott gróffóður, slegið með góða næringu, ekki of trénað, helst þarf þurrefnið að vera komið yfir 30% á bilinu 32-37% er öruggast og það þarf að þjappast mjög vel. Þessar bakteríur ná ekki að vinna vel á óæskilegri gerjun sem verður í loftgötunum ef þjöppun er ekki fullnægjandi. Svo til viðbótar við þetta eru til rannsóknir sem sýna að með því að hafa aðeins af própionsýrugerjandi bakteríum með næst ennþá meiri árangur í að stoppa hratt gerjunina og varðveita þannig ennþá betur næringarefnin.
 
Fjölbreytilegu blöndurnar hafa hinsvegar aðeins víðara verksvið. Þær gera ráð fyrir því að hugsanlega þurfi að tækla óæskilega gerjun í loftgötum og ef fóðrið er ekki með nægjanlega aðgengilega orku fyrir örverurnar, lítill sykur og/eða mikið trénað. Í þessum kokteilum verður ekki bara mjólkursýrugerjun heldur einnig ediksýrugerjun sem hefur það hlutverk að stoppa þessa óæskilegu gerjun í loftgötunum sem verða ef ekki þjappast nógu vel. Gerjunin sem verður þegar svona bakteríur eru notaðar við íblöndun gefur yfirleitt ekki eins mikil gæði á gróffóðrinu eftir verkun og ef mögulegt er að nota þessar einsleitu blöndur en hún gefur auðvitað alltaf betri niðurstöðu en misheppnuð gerjun hvort sem er með einsleitu örverunum eða engri íblöndun.
 
Á markaðnum á Íslandi í dag eru nokkrar gerðir af íblöndunarefnum. Þau hafa mis mikinn þéttleika baktería, flest hafa þau ensím sem hjálpa til við að gera fóðrið aðgengilegra fyrir överurnar svo þær vinni örugglega vel. En hvernig veljum við hvað hentar hverju sinni. Í grófum dráttum má flokka þau niður í fjóra flokka sem núna eru á markaðnum.
 
Íblöndunarefni með einsleitum blöndum mjólkursýrugerjandi baktería sem henta mjög vel við góðar aðstæður, þar sem verka á úrvals gróffóður, snemmslegið, ríkt af sykri og þjöppun er til fyrirmyndar.
Íblöndunarefni sem hafa blöndu af þessum einsleitu mjólkursýrugerjandi bakteríum en þar leynast með própionsýrugerjandi bakteríur sem eiga að gefa aðeins betri niðurstöðu en þær sem aðeins innihalda mjólkursýrugerjandi einsleitar bakteríur. En þetta er einnig það sem við myndum helst velja í gras sem er ekki of sprottið og þjöppun er góð.
 
Íblöndunarefni sem hafa fjölbreytilega blöndu og gefa því aðallega mjólkursýrugerjun en einnig ediksýrugerjun. Þessa íblöndun hentar best að nota ef það er erfitt að þjappa og/eða fóðrið er orðið frekar trénað sem bæði gerir þjöppun erfiðari og hættuna á litlum loftgötum meiri, en einnig er næringin fyrir överurnar ekki eins aðgengileg. Svona íblöndunarefni henta því vel í grænfóður þar sem hafrar og bygg eru með og stöngullinn orðin frekar öflugur. Ef gróffóðrið sprettur of vel úr sér eða tæki til þjöppunar eru ekki nægjanlega góð. Eins getur verið sniðugt að nota þetta í efsta lagið ef menn hafa ekki náð nógu góðum tökum á þjöppun þar.
 
Í lokin má svo nefna að á markaðnum eru líka til íblöndunar­efni sem hafa blöndu af þessum einsleitu og þessum fjölbreytilegu og eru því hugsuð sem svona alhliða og nýtast við fjölbreytilegar aðstæður.
 
Það sem mestu máli skiptir
 
En það sem við þurfum alltaf að leggja mesta áherslu á er að vanda vel til verka. Slá á réttum tíma þannig að það sé nóg sykur að vinna með, þurrka á ekki lengri tíma en sólarhring uppfyrir 30% þurrefni (32-37% er best). Þjappa rosalega vel og aðeins lengur ef þetta hefur ekki verið að skila nógu góðum árangri til þessa. Það er vel hægt að nota íblöndunarefni í rúllur líka og þá þarf sá sem keyrir að vanda sig vel svo rúllurnar verði eins þéttar og mögulegt er og ekki spara plastið, keyra heim strax og leyfa verkuninni að eiga sér stað þar sem rúllurnar eiga að standa í vetur.
 
Allar nánari upplýsingar og ráð er hægt að fá hjá ráðunautum RML.
 
Berglind Ósk Óðinsdóttir
starfsmannastjóri og ábyrgðarmaður í fóðrun
boo@rml.is

 

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar
Fréttir 11. apríl 2024

Bjarkey ætlar að skerpa línurnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er nýr ráðherra matvælaráðuneytis en Svandís Svavars...

Greiðslumark færist til Norðvesturlands
Fréttir 11. apríl 2024

Greiðslumark færist til Norðvesturlands

Um sjötíu prósent mjólkurkvóta sem skipti um eigendur á síðasta tilboðsmarkaði f...

Nemendur vilja betri hádegismat
Fréttir 10. apríl 2024

Nemendur vilja betri hádegismat

Fulltrúar ungmennaráðs Mýrdalshrepps vöktu máls á skólamáltíðum á sveitarstjórna...