Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar talið frá vinstri: Björg Stefánsdóttir, Ingvar S. Ingvarsson, Svanhvít Konráðsdóttir og Ingi Þór Jónsson.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar talið frá vinstri: Björg Stefánsdóttir, Ingvar S. Ingvarsson, Svanhvít Konráðsdóttir og Ingi Þór Jónsson.
Fréttir 9. nóvember 2017

Gróðurstöðin Hæðarenda hlýtur viðurkenningu fyrir lífræna ræktun

Miðvikudaginn 18. október síðastliðinn veitti stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) eigendum gróður­stöðvarinnar Hæðarenda Grímsnesi, Svanhvíti Konráðs­dóttur og Ingvari S. Ingvarssyni, viðurkenningu fyrir áratugastarf á sviði lífrænnar ræktunar matjurta.
 
Svanhvít og Ingvar hafa ásamt starfsfólki sínu ræktað lífrænar matjurtir með framúrskandi gæðum, merkingum og frágangi áratugum saman. Ræktunin á Hæðarenda er aðallega á kartöflum, káli og gulrótum en þó einnig ýmislegt annað í minna mæli. Sem betur fer er eftirspurn eftir lífrænum matjurtum sífellt að aukast á Íslandi og á gróðurstöðin Hæðarenda stóran þátt í þeirri góðu þróun. 
 
Viðurkenningin er veitt samkvæmt lögum NLFR sem kveður á um að tilgangur félagsins sé m.a.  að efla ræktun óspilltra matvæla.  
 
Stjórn NLFR óskar Svanhvíti, Ingvari og starfsfólki þeirra innilega til hamingju með þessa viðurkenningu og vonar að þetta verði til þess að efla þau enn frekar í þessari bragðgóðu og heilsusamlegu framleiðslu.
Vert er að minna á slagorð NLFR, „berum ábyrð á eigin heilsu“.
Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...