Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar talið frá vinstri: Björg Stefánsdóttir, Ingvar S. Ingvarsson, Svanhvít Konráðsdóttir og Ingi Þór Jónsson.
Frá afhendingu viðurkenningarinnar talið frá vinstri: Björg Stefánsdóttir, Ingvar S. Ingvarsson, Svanhvít Konráðsdóttir og Ingi Þór Jónsson.
Fréttir 9. nóvember 2017

Gróðurstöðin Hæðarenda hlýtur viðurkenningu fyrir lífræna ræktun

Miðvikudaginn 18. október síðastliðinn veitti stjórn Náttúrulækningafélags Reykjavíkur (NLFR) eigendum gróður­stöðvarinnar Hæðarenda Grímsnesi, Svanhvíti Konráðs­dóttur og Ingvari S. Ingvarssyni, viðurkenningu fyrir áratugastarf á sviði lífrænnar ræktunar matjurta.
 
Svanhvít og Ingvar hafa ásamt starfsfólki sínu ræktað lífrænar matjurtir með framúrskandi gæðum, merkingum og frágangi áratugum saman. Ræktunin á Hæðarenda er aðallega á kartöflum, káli og gulrótum en þó einnig ýmislegt annað í minna mæli. Sem betur fer er eftirspurn eftir lífrænum matjurtum sífellt að aukast á Íslandi og á gróðurstöðin Hæðarenda stóran þátt í þeirri góðu þróun. 
 
Viðurkenningin er veitt samkvæmt lögum NLFR sem kveður á um að tilgangur félagsins sé m.a.  að efla ræktun óspilltra matvæla.  
 
Stjórn NLFR óskar Svanhvíti, Ingvari og starfsfólki þeirra innilega til hamingju með þessa viðurkenningu og vonar að þetta verði til þess að efla þau enn frekar í þessari bragðgóðu og heilsusamlegu framleiðslu.
Vert er að minna á slagorð NLFR, „berum ábyrð á eigin heilsu“.
Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...