Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða var grafinn 2013. / Mynd Jóhanna Ólafsdóttir.
Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða var grafinn 2013. / Mynd Jóhanna Ólafsdóttir.
Á faglegum nótum 1. mars 2018

Gróðurnám í Holu íslenskra fræða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tæplega fimm ár eru liðin frá því að grunnurinn að Húsi íslenskra fræða var tekinn án þessa að húsið hafi enn risið. Frá þeim tíma sem grunnurinn var tekinn hafa að minnsta kosti 31tegund háplanta skotið þar rótum.

 Aspir og víðir eru búin að koma sér vel fyrir í grunninum.

Í mars 2013 tók Katrín Jakobs­dóttir, þáverandi mennta­málaráðherra og núverandi forsætisráðherra, fyrstu skófluna að Húsi íslenskra fræða. Tæpum fimm árum síðar er þar stór og djúpur grunnur sem í daglegu tali kallast Hola íslenskra fræða.

Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, tók fyrstu skófluna að Húsi íslenskra fræða í menntamálaráðherratíð sinni. / Mynd Jóhanna Ólafsdóttir.

Þrátt fyrir að enn hafi ekkert orðið úr byggingu hússins hefur holan tekið talsverðum breytingum á þessum fimm árum því talsvert af gróðri hefur fest þar rætur.

Blásveifgras, Poa glauca, er fremur lágvaxið gras með bláleitum, skástæðum, stinnum og hrjúfum stráum. Það vex einkum á melum, söndum eða á klettum. Blásveifgrasið er algengt um allt land frá láglendi upp í meira en 1.100 m hæð.

Vætudúnurt, Epilobium cilaantu, er stórvaxin, innflutt dúnurt af eyrarrósarætt. Hún vex sem slæðingur í skurðum og á óræktarsvæðum inni í bæjum og þorpum, ætíð í nágrenni við byggð. Hún er orðin mjög útbreidd á höfuðborgarsvæðinu og víðar í þéttbýli landsins.

Plöntugreiningarferð í holuna

Í lok ágúst á síðasta ári gerðu tveir starfsmenn Árnastofnunar, Þórdís Úlfarsdóttir orðabókar­ritstjóri og Eva María Jóns­dóttir kynningarstjóri, sér ferð í plöntugreiningu í holuna. Við skoðun og greiningu plantanna kom í ljós að á þremur og hálfu ári eftir að holan var tekin höfðu að minnsta kosti 31 tegund af háplöntum tekið sér bólfestu þar. Auk þess sem einnig fannst þar lággróður sem ekki var greindur í tegundir.

Eva María Jónsdóttir, kynningarstjóri Árnastofnunar, við plöntusöfnun í Holu íslenskrar tungu.

Eva sagði í samtali við Bændablaðið að líklegt væri að fleiri tegundir vaxi í holunni þar sem rannsóknin var ekki mjög nákvæm og heilt sumar liðið.

Í Tímariti Háskóla Íslands 2017 er haft eftir Þórdísi að af þeim tegundum sem vaxa á svæðinu eru mest áberandi dúnurtir, arfategundir, grastegundir og víðir og af einstökum tegundum má nefna augnfró, krossfífil, hóffífil, vætudúnurt, akurarfa, blóðarfa, njóla, baldursbrá og garðamaríustakk. „Þar fundust einnig átta grastegundir og fimm trjátegundir, grávíðir, gulvíðir, alaskaösp, birki og reynir. Aspirnar eru langstærstar og sumar þeirra um og yfir metri á hæð.“

Hóffífill, Tussilago farfara, er slæðingur sem hefur breiðst mjög út á höfuðborgarsvæðinu síðustu áratugi.

Til stendur að varðveita trjáplönturnar

Áætlað er að hefja framkvæmdir við Hús íslenskra fræða í vor eða sumar ef allt gengur eftir. Eva segir að hugmyndir séu um að taka upp sjálfsánu trjáplönturnar sem hafa fest rætur í grunninum og setja þær í geymslu og planta þeim síðar út í garði við húsið. „Garðurinn gæti þá heitið Árnagarður í höfuðið á því húsi sem nú hýsir hluta stofnunarinnar.“

Ágústa Þorbergsdóttir, formaður Starfsmannafélags Árnastofnunar, að afhenda gjöf í tilefni af 10 ára afmæli Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Fyrirhugað er að fara í sambærilega gróðurgreiningarferð næsta sumar ef byggingarframkvæmdir verða ekki hafnar og athuga frekari útbreiðslu plöntutegunda í holunni.
 

Útlitsteikning af væntanlegu Húsi íslenskra fræða. 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...