Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi
Fréttir 4. febrúar 2015

Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Árið 2014 jókst innflutningur á kjöti samkvæmt innflutningsskýrslum um 38% frá fyrra ári. Þegar litið er fimm ár aftur í tímann er aukningin 277%.  Lang mest aukning varð í innflutningi nautgripakjöts eða sem nemur 8,5 földun á magni á fimm árum. Svínakjöts innflutningur hefur aukist um 351% á sama tíma og alifuglakjötsinnflutningur um 155%. 

Ekki er nóg með að innflutningur hafi aukist að magni heldur hefur hlutdeild hans í neyslu þessara kjöttegunda hér innanlands einnig vaxið hröðum skrefum. Árið 2010 nam hann 6% af neyslu þessara þriggja kjöttegunda en 21% árið 2014.


Meðfylgjandi tafla sýnir þróun innflutnings þessara þriggja kjöttegunda og hlutdeild innflutnings í heildarneyslu árin 2010 – 2014:


* Meðtalinn innflutningur á tollnúmeri 02109990, en algengast er að þar sé skráður innflutningur á sprautusöltuðum kjúklingabringum.

 

Verðmæti þessa innflutnings komið að hafnarbakka hér á Íslandi (cif) árið 2014 nam alls 1.611,5 millj.kr. Þar af var verðmæti innflutts nautakjöts 912 millj.kr., svínakjöts 271,5 millj. kr og kjúklingakjöts 428 millj. kr.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...