Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi
Fréttir 4. febrúar 2015

Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Árið 2014 jókst innflutningur á kjöti samkvæmt innflutningsskýrslum um 38% frá fyrra ári. Þegar litið er fimm ár aftur í tímann er aukningin 277%.  Lang mest aukning varð í innflutningi nautgripakjöts eða sem nemur 8,5 földun á magni á fimm árum. Svínakjöts innflutningur hefur aukist um 351% á sama tíma og alifuglakjötsinnflutningur um 155%. 

Ekki er nóg með að innflutningur hafi aukist að magni heldur hefur hlutdeild hans í neyslu þessara kjöttegunda hér innanlands einnig vaxið hröðum skrefum. Árið 2010 nam hann 6% af neyslu þessara þriggja kjöttegunda en 21% árið 2014.


Meðfylgjandi tafla sýnir þróun innflutnings þessara þriggja kjöttegunda og hlutdeild innflutnings í heildarneyslu árin 2010 – 2014:


* Meðtalinn innflutningur á tollnúmeri 02109990, en algengast er að þar sé skráður innflutningur á sprautusöltuðum kjúklingabringum.

 

Verðmæti þessa innflutnings komið að hafnarbakka hér á Íslandi (cif) árið 2014 nam alls 1.611,5 millj.kr. Þar af var verðmæti innflutts nautakjöts 912 millj.kr., svínakjöts 271,5 millj. kr og kjúklingakjöts 428 millj. kr.

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...