Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi
Árið 2014 jókst innflutningur á kjöti samkvæmt innflutningsskýrslum um 38% frá fyrra ári. Þegar litið er fimm ár aftur í tímann er aukningin 277%. Lang mest aukning varð í innflutningi nautgripakjöts eða sem nemur 8,5 földun á magni á fimm árum. Svínakjöts innflutningur hefur aukist um 351% á sama tíma og alifuglakjötsinnflutningur um 155%.
Ekki er nóg með að innflutningur hafi aukist að magni heldur hefur hlutdeild hans í neyslu þessara kjöttegunda hér innanlands einnig vaxið hröðum skrefum. Árið 2010 nam hann 6% af neyslu þessara þriggja kjöttegunda en 21% árið 2014.
Meðfylgjandi tafla sýnir þróun innflutnings þessara þriggja kjöttegunda og hlutdeild innflutnings í heildarneyslu árin 2010 – 2014:
* Meðtalinn innflutningur á tollnúmeri 02109990, en algengast er að þar sé skráður innflutningur á sprautusöltuðum kjúklingabringum.
Verðmæti þessa innflutnings komið að hafnarbakka hér á Íslandi (cif) árið 2014 nam alls 1.611,5 millj.kr. Þar af var verðmæti innflutts nautakjöts 912 millj.kr., svínakjöts 271,5 millj. kr og kjúklingakjöts 428 millj. kr.