Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi
Fréttir 4. febrúar 2015

Gríðarlegur vöxtur í kjötinnflutningi

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Árið 2014 jókst innflutningur á kjöti samkvæmt innflutningsskýrslum um 38% frá fyrra ári. Þegar litið er fimm ár aftur í tímann er aukningin 277%.  Lang mest aukning varð í innflutningi nautgripakjöts eða sem nemur 8,5 földun á magni á fimm árum. Svínakjöts innflutningur hefur aukist um 351% á sama tíma og alifuglakjötsinnflutningur um 155%. 

Ekki er nóg með að innflutningur hafi aukist að magni heldur hefur hlutdeild hans í neyslu þessara kjöttegunda hér innanlands einnig vaxið hröðum skrefum. Árið 2010 nam hann 6% af neyslu þessara þriggja kjöttegunda en 21% árið 2014.


Meðfylgjandi tafla sýnir þróun innflutnings þessara þriggja kjöttegunda og hlutdeild innflutnings í heildarneyslu árin 2010 – 2014:


* Meðtalinn innflutningur á tollnúmeri 02109990, en algengast er að þar sé skráður innflutningur á sprautusöltuðum kjúklingabringum.

 

Verðmæti þessa innflutnings komið að hafnarbakka hér á Íslandi (cif) árið 2014 nam alls 1.611,5 millj.kr. Þar af var verðmæti innflutts nautakjöts 912 millj.kr., svínakjöts 271,5 millj. kr og kjúklingakjöts 428 millj. kr.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...