Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.
Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.
Fréttir 21. júní 2019

Gríðarlegir þurrkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklir þurrkar á Indlandi hafa leitt til þess að fólk hefur flúið hundruð þorpa. Hitinn hefur víða farið yfir 50° á Celsíus og ekki er talið að það muni rigna á næstu vikum.

Hitabylgjan sem legið hefur eins og mara yfir hluta Indlands undanfarnar vikur hefur leitt til mikilla þurrka og vatnsskorts. Allt að 90% íbúa í smáþorpum hafa flúið heimili sín í leit að vatni og dæmi eru um að veikir og aldraðir hafi veri skildir eftir.

Yfirvöld segja að þurrkarnir séu verri en þurrkarnir árið 1972 sem leiddu til þess að yfir 25 milljón manns lentu á vergangi og þúsundir létust. Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.

Ástæða hitabylgjunnar er veðurfyrirbærið El Nino sem er heiti yfir breytingar á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu, Ástralíu og Indlandi, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. 

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.