Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gríðarleg aukning í tilfellum svínapestar
Fréttir 9. júní 2020

Gríðarleg aukning í tilfellum svínapestar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Tilfellum afrískrar svínapestar hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár og fer pestin eins og eldur í sinu um heiminn. Skráð tilfelli í apríl á þessu ári eru álíka mörg og allt árið 2019.

Árið 2018 barst afrísk svínapest til Kína með þeim afleiðingum að tugþúsundir svína drápust og í framhaldinu var, samkvæmt opinberum tölum í Kína, 1,1 milljón svínum slátrað og hræin annaðhvort urðuð eða brennd. Óopinberar tölur segja að talan sé of lág og að hún sé nær 200 milljónum svína. Samkvæmt tölum hollenska bankans Rabobank, sem hefur fjárfest mikið í kínverskum matvælaiðnaði, gæti svo farið að 40% af 360 milljón svínum í Kína verði fargað á þessu ári.

Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin, OIE, hefur gefið út að sú tala sé ekki fjarri lagi þeirra áætlunum. Auk þess sem stofnunin hefur gefið út að skráð tilfelli svínapestar í apríl á þessu ári, 5,4 milljónir, séu hratt að nálgast sama fjölda og allt árið 2019, eða 6,9 milljón dýr.

Svínum fargað.

Svína-ebóla

Þrátt fyrir að vírusinn sem veldur afrískri svínapest sé ekki beint hættulegur mönnum hefur verið bent á að hann geti hæglega stökkbreyst og orðið það, þar sem líffræðilega sé ekki mikill munur á mönnum og svínum. Pestin berst hæglega milli sýktra dýra með snertingu, með mönnum, áhöldum, fóðri og með flugum. Sjúkdómurinn er stundum kallaður svína-ebóla.

Áhersla á COVID-19

Ein ástæða mikillar aukningar í tilfellum svínapestar er sögð vera að yfirvöld í Kína og víðar í heiminum hafi dregið úr árvekni sinni gagnvart pestinni og lagt alla áherslu á að draga úr útbreiðslu COVID-19.

Afrísk svínapest, ASF, er bráð­smitandi sjúkdómur sem berst hratt milli svína, bæði villtra og eldisgripa, og er dánartíðni dýranna vegna sjúkdómsins nánast 100%. Vírusinn sem veldur pestinni er mun öflugri en sá sem veldur COVID-19 að því leyti að hann getur lifað í frosnum afurðum svína í marga mánuði.
Afrísk svínapest hefur verið þekkt í um 100 ár en ekki hefur tekist að finna bóluefni gegn vírusnum.

Hröð útbreiðsla um heiminn

Útbreiðsla svínapestar um heiminn hefur aukist hratt undanfarin ár og þekkist hún í nánast öllum heims­álfum og er talið að eins og staðan er í dag sé ekki lengur hægt að stöðva útbreiðslu hennar. Fyrr á þessu ári greindist pestin í fyrsta sinn í norðurhluta Indlands og Papúa Nýju-Gíneu.

Samkvæmt Alþjóðadýra­heil­brigðis­stofnuninni greinast mörg ný tilfelli svínapestar í hverri viku og alls óvíst er hvort öll ný tilfelli séu skráð og er þar vísað til takmarkaðra upplýsinga frá Kína.

Mikil verðhækkun í Kína

Frá 2018 hafa yfirvöld í Kína lagt áherslu á að tæknivæða svínabúskap í landinu á kostnað smábænda. Verð á svínakjöti hefur hækkað mikið og kínverski svínaframleiðandinn WH Group – Wens & Muyuan hagnast gríðarlega.

Ýmislegt bendir einnig til að Kínverjar séu að sætta sig við flensuna og hættir að farga sýktum dýrum og setji afurðir þeirra líkt og afurðir heilbrigðra dýra á markað. Auk þess sem Kínverjar hafa flutt inn mikið af svínakjöti.

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...