Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greta Clough, nýráðinn markaðs- og viðburðarstjórnandi Prjónagleðinnar, og Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílmiðstöðvar Íslands.
Greta Clough, nýráðinn markaðs- og viðburðarstjórnandi Prjónagleðinnar, og Jóhanna Erla Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílmiðstöðvar Íslands.
Fréttir 12. mars 2020

Greta Clough ráðin markaðs-­ og viðburðastjóri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Textílmiðstöð Íslands hlaut tvo styrki frá Uppbyggingarsjóði Norður­lands vestra, sem afhentir voru við hátíðlega athöfn í félags­heimilinu á Hvammstanga á dög­unum.

Annars vegar er um að ræða rekstrarstyrk að upphæð 1,1 milljón króna og hins vegar ríflega 5,1 milljón króna til að ráða viðburða- og markaðsstjóra fyrir Prjónagleðina sem haldin verður á Blönduósi 12.–14. júní á þessu ári.

Greta Clough hefur verið ráðin markaðs- og viðburðastjóri  en hún hefur getið sér gott orð fyrir Handbendi Brúðuleikhús á Hvammstanga og hefur víðtæka reynslu af viðburðastjórnun og markaðssetningu. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Prjónagleðin er árleg prjóna­hátíð sem haldin er af Textilmiðstöð Íslands og samstarfsaðilum. Hátíðin er haldin á Blönduósi og er fyrirmynd hennar hin árlega Prjónahátíð á Fanø í Danmörku. Hátíðin í sumar er sú fimmta í röðinni. Verkefni markaðsstjóra er m.a. að skipuleggja viðburði í tengslum við hátíðina í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki á Norðurlandi vestra og að markaðssetja hátíðina, jafnt hér á landi sem erlendis.  

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...