Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Greiðslumark á mjólk í 240 og hækkaði um 14,3%
Fréttir 13. september 2016

Greiðslumark á mjólk í 240 og hækkaði um 14,3%

Matvælastofnun bárust 76 gild tilboð um kaup og sölu á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur þann 1. september 2016. Markaðurinn að þessu sinni var með þeim stærstu frá upphafi markaðar fyrir greiðslumark mjólkur. 
 
Kveðið er á tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur í reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum nr. 190/2011 með síðari breytingum. Aðeins var hægt að bjóða til sölu ónotað greiðslumark mjólkur á tilboðsmarkaðnum að þessu sinni.
 
Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2016 hefur komið fram  jafnvægisverð á markaði  krónur 240 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Þetta er 30 króna hækkun á jafnvægisverði, eða 14,3%, frá síðasta tilboðsmarkaði sem haldinn var 1. apríl sl. en þá var jafnvægisverðið 210 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.
  • Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 38 (samanborið við 13 á markaði 1. apríl 2016).
  • Fjöldi gildra tilboða um kaup voru 38 (samanborið við 15 á markaði 1. apríl 2016).
  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 1.877.244 lítrar (samanborið við 804.676 lítrar á markaði 1. apríl 2016).
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru 2.452.800 lítrar (samanborið við 1.485.000 lítrar sem óskað var eftir á markaði 1. apríl 2016).
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 1.624.408 lítrar að andvirði 389.857.920 kr. (samanborið við 724.676 lítrar á markaði 1. apríl 2016).
  • Kauphlutfall viðskipta er 90,58% (á markaði 1. apríl 2016 var kauphlutfallið 92,91%).
Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 240,-  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...