Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grænahlíð
Bærinn okkar 12. febrúar 2015

Grænahlíð

Þórólfur Ómar gekk til liðs við foreldra sína í búskapnum árið 2012 og tók þá sæti í stjórn nýstofnaðs eignarhaldsfélags um fyrri rekstur föður hans, Dalanaut ehf.
Árið 2013 bauðst tækifæri til að kaupa Steinhóla og þar býr fjölskyldan núna. Foreldrar Þórólfs seldu síðan Dalanaut til hans þann 15. maí 2014.
 
Býli: Steinhólar/Grænahlíð/Arnarstaðir/Nýi bær.
 
Staðsett í sveit:  Eyjafjarðarsveit.
 
Ábúendur: Þórólfur Ómar Óskarsson, María Bára Jóhannsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum soninn Óskar Þrym Bóas og annað barn væntanlegt í apríl. Einnig er hundur á heimilinu, hann Búri. Foreldrar Þórólfs búa enn í sínu húsi í Grænuhlíð og taka þátt í bústörfum.
 
Stærð jarðar? Í raun má segja að við búum á fjórum litlum jörðum þar sem ræktað land er um 65 hektarar.
 
Gerð bús? Mjólkurframleiðsla í 60 bása lausagöngufjósi með mjaltaþjóni. Nautakjötsframleiðsla í hjáverkum.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 140 nautgripir, 10 kindur og örfáar hænur. 1 feitur fjósakisi.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar alltaf í fjósinu og að því loknu er barninu komið á leikskólann. Þá gefst tími til að sinna öðrum verkum sem virðast alltaf vera næg. Mjaltaþjónninn léttir manni störfin mikið og gerir þau sveigjanlegri. Sumir dagar eru stuttir og aðrir langir eins og flestir kannast við.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast finnst okkur í fjósi, umgangast kýrnar og sjá kálfana vaxa úr grasi. Leiðinlegast er að þurfa að vakna á nóttunni ef mjaltaþjónninn hringir, eða ef maður vill fylgjast með kúm komnum að burði.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Eftir 5 ár verður framleiðslan komin í 450 þúsund lítra á ári og við munum þá liggja yfir teikningum að nýju fjósi með öllum búnaði. Fullkomnu gjafakerfi og 2–3 mjaltaþjónum.
Ræktað land verður orðið mikið meira, og við flutt frá Steinhólum í íbúðarhúsið í Grænuhlíð.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við erum ósátt við það að bændaforystan beiti sér ekki af meiri krafti fyrir því að keyra í gegn nýjan búvörusamning og einnig erum við mjög ósátt við að það skuli viðgangast að verðlagsnefnd búvara skuli ekki kölluð saman og við fáum ekki kjarabætur á meðan. Stundum má velta fyrir sér hvað þetta fólk er eiginlega að gera í vinnunni ef það er ekki að beita sér fyrir þessu.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Íslenskur landbúnaður á mikið inni og við sjáum tækifæri til vaxtar víða. En það er áhyggjuefni að sveitir blómstri ekki jafnt og sums staðar ríkir nokkur stöðnun. Það er verkefni sem bíður okkar, að passa upp á að byggð haldist í öllum sveitum sem og búskapur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjöt og hliðarafurðir þess eiga enn þá mikið inni. Íslenska lambakjötið þarf að vera íslenskt alla leið og alltaf. Þannig eru tækifæri til að styrkja stöðu þess á erlendum mörkuðum. Sem síðan leiðir til hærra útflutningsverðs og tryggari sölu. Í mjólkurafurðum er helst að flytja út prótein enda hálfgerður skortur á fitu á innanlandsmarkaði. Þess fyrir utan eru söluleyfi á skyri hlutur sem getur skilað íslenskum mjólkurframleiðendum enn meiri tekjum. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, grænmeti, ávextir, egg og jógúrt er svona það helsta. Fyrir soninn þurfum við einnig að passa að til séu mjólkurlausar vörur eins og rísmjólk og annað slíkt.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimilisfólki ber ekki saman um það. En nautakjötið og lambakjötið stendur alltaf fyrir sínu, helst með fersku grænmeti og einhverju fleira góðu. Herramennirnir tveir myndu helst borða pönnukökur í öll mál ef húsfreyjan nennti að baka þær.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Á okkar stuttu búskapartíð er eitt atvik sem verður líklega alltaf eftirminnilegast. En þegar loksins var komið að því að taka mjaltaþjóninn út úr gám og koma honum fyrir í nýja fjósinu, þá kom í ljós að pantaður hafði verið mjaltaþjónn sem var með arminn öfugum megin og gekk því engan veginn inn í þetta fjós. Þessi dagur leið eiginlega í þoku og var erfitt að detta ekki í algjöra svartsýni. 
Þessu var þó reddað og þremur dögum síðar var hafist handa við uppsetningu á réttum mjaltaþjón.
.

7 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...