Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Góður gangur hefur verið í laxveiðinni í sumar
Fréttir 22. september 2015

Góður gangur hefur verið í laxveiðinni í sumar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Góður gangur hefur verið í  laxveiði í Húnavatnssýslum í sumar og að líkindum kemst það í sögubækur, metveiði hefur verið bæði í Blöndu og Miðfjarðará. 
 
Laxá á Ásum nálgast sín bestu veiðiár á áttunda og níunda áratugnum. Veiðin í Víðidalsá hefur líka verið með ágætum eftir nokkuð slök ár og Svartá og Vatnsdalsá hafa gefið góða veiði í sumar.
 
Hrútafjarðará nálgast nýtt met
 
Landssamband veiðifélaga birti á dögunum yfirlit yfir helstu laxveiðiár landsins og samkvæmt því er Blanda komin í 4.538 veidda laxa, Miðfjarðará í 4.978 laxa, Víðidalsá í 1.289 laxa, Laxá á Ásum í 1.472 laxa og Vatnsdalsá í 1.040 laxa. Svartá var komin í 496 laxa en mesta skráða veiði í ánni er frá árinu 2010 þegar 572 laxar voru skráðir. Hrútafjarðará er komin í 640 laxa og nálgast nýtt met.
 
Vikuveiðin í Blöndu var í síðustu viku komin niður í 235 laxa en í vikunni á undan veiddust 286 laxar. Mest var vikuveiðin í lok júlí en þá komu á land 734 laxar eða tæplega 8 laxar á stöng á dag. Vikuveiðin í Miðfjarðará var 533 laxar á 10 stangir en vikan þar á undan gaf 742 laxa, sem líklega er Íslandsmet í laxveiði á einni viku í sjálfbærri á. Ekki vantar nema 22 laxa upp á að áin nái 5.000 löxum en það mun þá vera í fyrsta skipti sem sjálfbær laxveiðiá nær þeirri tölu.
 
Flestir laxar í Ytri-Rangá
 
Af helstu laxveiðiám landsins hafa flestir laxar veiðst í Ytri-Rangá og Hólsá eða 5.631 lax. Næstflestir laxar hafa veiðst í Miðfjarðará eða 4.978 og Blanda er í þriðja sæti með 4.538 laxa. Alls hafa veiðst 49.086 laxar í 75 aflahæstu laxveiðiám landsins. Þar af eru sjö laxveiðiár úr Húnavatnssýslum sem hafa gefið samtals 14.453 laxa eða tæplega 30% af heildinni.  

Skylt efni: Laxveiði

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f