Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Góður gangur hefur verið í laxveiðinni í sumar
Fréttir 22. september 2015

Góður gangur hefur verið í laxveiðinni í sumar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Góður gangur hefur verið í  laxveiði í Húnavatnssýslum í sumar og að líkindum kemst það í sögubækur, metveiði hefur verið bæði í Blöndu og Miðfjarðará. 
 
Laxá á Ásum nálgast sín bestu veiðiár á áttunda og níunda áratugnum. Veiðin í Víðidalsá hefur líka verið með ágætum eftir nokkuð slök ár og Svartá og Vatnsdalsá hafa gefið góða veiði í sumar.
 
Hrútafjarðará nálgast nýtt met
 
Landssamband veiðifélaga birti á dögunum yfirlit yfir helstu laxveiðiár landsins og samkvæmt því er Blanda komin í 4.538 veidda laxa, Miðfjarðará í 4.978 laxa, Víðidalsá í 1.289 laxa, Laxá á Ásum í 1.472 laxa og Vatnsdalsá í 1.040 laxa. Svartá var komin í 496 laxa en mesta skráða veiði í ánni er frá árinu 2010 þegar 572 laxar voru skráðir. Hrútafjarðará er komin í 640 laxa og nálgast nýtt met.
 
Vikuveiðin í Blöndu var í síðustu viku komin niður í 235 laxa en í vikunni á undan veiddust 286 laxar. Mest var vikuveiðin í lok júlí en þá komu á land 734 laxar eða tæplega 8 laxar á stöng á dag. Vikuveiðin í Miðfjarðará var 533 laxar á 10 stangir en vikan þar á undan gaf 742 laxa, sem líklega er Íslandsmet í laxveiði á einni viku í sjálfbærri á. Ekki vantar nema 22 laxa upp á að áin nái 5.000 löxum en það mun þá vera í fyrsta skipti sem sjálfbær laxveiðiá nær þeirri tölu.
 
Flestir laxar í Ytri-Rangá
 
Af helstu laxveiðiám landsins hafa flestir laxar veiðst í Ytri-Rangá og Hólsá eða 5.631 lax. Næstflestir laxar hafa veiðst í Miðfjarðará eða 4.978 og Blanda er í þriðja sæti með 4.538 laxa. Alls hafa veiðst 49.086 laxar í 75 aflahæstu laxveiðiám landsins. Þar af eru sjö laxveiðiár úr Húnavatnssýslum sem hafa gefið samtals 14.453 laxa eða tæplega 30% af heildinni.  

Skylt efni: Laxveiði

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...