Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Góður gangur hefur verið í laxveiðinni í sumar
Fréttir 22. september 2015

Góður gangur hefur verið í laxveiðinni í sumar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Góður gangur hefur verið í  laxveiði í Húnavatnssýslum í sumar og að líkindum kemst það í sögubækur, metveiði hefur verið bæði í Blöndu og Miðfjarðará. 
 
Laxá á Ásum nálgast sín bestu veiðiár á áttunda og níunda áratugnum. Veiðin í Víðidalsá hefur líka verið með ágætum eftir nokkuð slök ár og Svartá og Vatnsdalsá hafa gefið góða veiði í sumar.
 
Hrútafjarðará nálgast nýtt met
 
Landssamband veiðifélaga birti á dögunum yfirlit yfir helstu laxveiðiár landsins og samkvæmt því er Blanda komin í 4.538 veidda laxa, Miðfjarðará í 4.978 laxa, Víðidalsá í 1.289 laxa, Laxá á Ásum í 1.472 laxa og Vatnsdalsá í 1.040 laxa. Svartá var komin í 496 laxa en mesta skráða veiði í ánni er frá árinu 2010 þegar 572 laxar voru skráðir. Hrútafjarðará er komin í 640 laxa og nálgast nýtt met.
 
Vikuveiðin í Blöndu var í síðustu viku komin niður í 235 laxa en í vikunni á undan veiddust 286 laxar. Mest var vikuveiðin í lok júlí en þá komu á land 734 laxar eða tæplega 8 laxar á stöng á dag. Vikuveiðin í Miðfjarðará var 533 laxar á 10 stangir en vikan þar á undan gaf 742 laxa, sem líklega er Íslandsmet í laxveiði á einni viku í sjálfbærri á. Ekki vantar nema 22 laxa upp á að áin nái 5.000 löxum en það mun þá vera í fyrsta skipti sem sjálfbær laxveiðiá nær þeirri tölu.
 
Flestir laxar í Ytri-Rangá
 
Af helstu laxveiðiám landsins hafa flestir laxar veiðst í Ytri-Rangá og Hólsá eða 5.631 lax. Næstflestir laxar hafa veiðst í Miðfjarðará eða 4.978 og Blanda er í þriðja sæti með 4.538 laxa. Alls hafa veiðst 49.086 laxar í 75 aflahæstu laxveiðiám landsins. Þar af eru sjö laxveiðiár úr Húnavatnssýslum sem hafa gefið samtals 14.453 laxa eða tæplega 30% af heildinni.  

Skylt efni: Laxveiði

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...