Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Góðar útflutningshorfur fyrir kindakjöt
Fréttir 15. október 2014

Góðar útflutningshorfur fyrir kindakjöt

Höfundur: smh

Að sögn stærstu afurðasala landsins eru horfur góðar fyrir sölu kindakjöts á erlenda markaði nú í haust.

Sem kunnugt er bárust um það fréttir í sumar að í lok júlí hefðu birgðir verið tæp 2.000 tonn – sem er 225 tonnum meira en í fyrra. Í fréttaskýringu í Bændablaðinu fyrr í haust kom fram það samdóma álit Landssamtaka sauðfjárbænda og fulltrúa markaðsdeilda Norðlenska og Kjarnafæðis að sóknarfærin í sölu sauðfjárafurða væru á erlendum mörkuðum.

Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kaupfélags Skagfirðinga (KS), segir gott útlit hjá KS og SKVH. „Það er enda búið að leggja mikla vinnu og fjármuni í markaðsstarf erlendis á undanförnum árum sem er að skila sér núna.

Ekki er alveg hægt að bera saman afsetningu það sem af er sláturtíð nú miðað við þá síðustu, þar sem við fórum viku seinna af stað og erum með talsvert ólíka framleiðslu þetta haust frá því sem var. En byrjunin lofar góðu og framtíðin er björt.“

Samkvæmt upplýsingum frá Sláturfélagi Suðurlands (SS) stefnir í að útflutningurinn nú muni hjálpa félaginu að komast í góða stöðu birgðalega. Í fréttabréfi SS frá því í haust kemur fram að kjöt verði flutt út til Noregs, Spánar, Rússlands, Bretlands, Færeyja, Japans, Kína og Bandaríkjanna. Magnið sé mismikið og verðið mishátt en allt séu þetta áhugaverðir markaðir til framtíðar. Kína sé sérlega áhugaverður markaður og verður enn mikilvægari er fríverslunarsamningur tekur fullt gildi með kjötvörur á næsta ári.

Reynir Eiríksson, fram­leiðslu­stjóri hjá Norðlenska, segir að útflutningurinn sé á því róli sem gert hafði verið ráð fyrir. Aðeins hafi verið sótt fram og það skilað árangri í sölu á ákveðnum afurðum.

Gunnar Tryggvi Halldórsson, framkvæmdastjóri SAH á Blönduósi, segir erlenda markaði vera svipaða hjá þeim á milli ára. „Við seljum mest til Evrópu og Asíu, bæði á heildsölumarkað og smásölumarkað. Nýjar ­vörur og aukin tækifæri eru þó á Rússlandsmarkaði, bæði í lambakjöti og ærkjöti.“

Þórður Pálsson, framkvæmda­stjóri Sláturfélags Vopnfirðinga, segir þá aðeins hafa möguleika á að flytja út dilkakjöt í heilum skrokkum. „Ekkert er um slíkar sölur nú í haust,  en við munum flytja út á Noreg okkar hlut af viðskiptakvótanum þangað, eða um 30 tonn. Ekkert af því fer þó fyrr en eftir áramót.“

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...