Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Góða veislu gjöra skal - hangikjötið er mikill hátíðarmatur
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 18. desember 2015

Góða veislu gjöra skal - hangikjötið er mikill hátíðarmatur

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þjóðarréttur Íslendinga er að sjálfsögðu hangikjötið með öllu sínu ljúffenga meðlæti. Hefðirnar á bak við verkun og neyslu þess eru fjölbreyttar og oftast aldagamlar. Margir neytendur hafa sterkar skoðanir á hangikjöti og vilja að það sé verkað á ákveðinn hátt eða upprunnið í ákveðnum landshluta. Sumir vilja nota minna salt en aðrir og skiptar skoðanir eru um lit og áferð. Í seinni tíð eru margir sem eiga heilt læri eða frampart og borða hrátt. Slíkt kjöt er tilvalið í forrétt, til dæmis með kalkún og léttari mat.

Hangilæri með hefðbundnu meðlæti
 
Hráefni
1 stk. hangilæri eða frampartur í rúllu
 
Aðferð
Setjið hangikjötið í stóran pott. Hellið köldu vatni yfir þar til það hylur kjötið. Látið suðuna koma rólega upp og slökkvið á hellunni þegar suðan kemur upp. Látið ekki bullsjóða í pottinum. Leyfið hangikjötinu að kólna í pottinum undir loki.
Berið hangikjötið fram með uppstúfi, soðnum kartöflum, grænum Ora-baunum, rauðkáli og laufabrauði.
 
Uppstúf
 
Hráefni 
 •  50 g smjör
 •  50 g hveiti
 •  1 lítri mjólk
 •  ½ tsk. salt
 • 1–2 msk. sykur
 • Ögn af hvítum pipar og ferskt mulið múskat
 
Bræðið smjör í potti og hrærið hveitinu saman við þannig að úr verði smjörbolla. Bætið mjólkinni varlega í og hrærið uns jafningurinn verður kekkjalaus. Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel í á meðan.
Kryddið með salti, sykri og pipar.
 
Rauðkál
 
Hráefni 
 • 500 g rauðkál  
 • 2 epli (má sleppa) 
 • 2 msk. rauðvínsedik  
 • 2 msk. rifsberjahlaup  
 • 200 ml vatn  
 • Nýmalaður pipar og salt 
Aðferð
Rauðkálið er þvegið og snyrt og síðan skorið í mjóar ræmur. Eplin eru flysjuð, kjarnhreinsuð og skorin í bita. Rauðkálið og eplin sett í pott. Vatninu er svo hellt yfir ásamt edikinu, hitað að suðu og látið malla þar til kálið er vel meyrt. Loks er rifsberjahlaupi bætt í pottinn ásamt svolitlum pipar og salti og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót. Þá er rauðkálið tilbúið og sett í hreinar krukkur.
 
Hrásalat með rauðkáli og mandarínum
Hráefni 
 • ¼ haus af rauðkáli
 • 1 stk. fennel eða smá hvítkál
 • 2–3 stk. mandarínur
 • 1 sítróna
 • 1 appelsína
 • góð skvetta af jómfrúar-ólífuolíu
 • salt
Aðferð
Notið rifjárn eða mjög beittan hníf. Sneiðið niður rauðkálið, fennel eða hvítkálið. Ef þú ert ekki með rifjárn þá getur þú notað matvinnsluvél eða skorið fínt með hníf.
 
Skerið appelsínuna og sítrónuna til helminga og takið safann úr. Brjótið mandarínur niður í báta. Sameinið öll innihaldsefni í skál til að framreiða.
 
Hangikjötstartar með ferskum jurtum og rauðrófum
 
Hráefni 
 • 200 g hrátt hangikjöt
 • 50 ml góð olía
 • 1 stk. saxaður skarlottu laukur
 • 10 g kapers
 • 1 stk. rauðrófa (má nota rauðrófur í dós)
 • 1 lítill biti piparrót
 • 1 tsk. gróft sinnep
 • Blandaðar jurtir ef vill
Aðferð
Skerið vöðvann í þunnar sneiðar og svo í bita. Gott ráð er að skera kjötið hálffrosið. Saxið laukinn og annað til bragðbætingar (ef á að nota rauðrófur eru þær skornar þunnt og lagðar í kalt vatn). 
Blandið við kjötið ásamt jurtum, kapers og olíu. Rífið örlítið af piparrót yfir.
 
Léttreyktur lambahryggur með hvítlauk og rósmarín
Léttreykt bragðið passar fullkomlega við vel eldað lamb með keim af rósmarín og hvítlauk.
 
Hráefni 
 • 1 stk. léttreyktur lambahryggur
 • 100 ml jómfrúar-ólífuolía
 • 3 hvítlauksrif, pressuð
 • 2 tsk. grófhakkað ferskt rósmarín
 • 2 msk. Maple-sýróp
Aðferð
Í litla skál eða krukku, merjið hvítlauksrifin. Bætið fersku rósmaríni út í ásamt ólífuolíu og hrærið saman. Úðið eða burstið ólífuolíu á kjötið. Hitið ofn í um 210 gráður. Lækkið niður í 135 gráður og setjið hrygginn inn í um 1 klst. eða þar til kjarnahitinn er orðinn 63°C. Látið sýróp á hrygginn síðustu 15 mínútur eldunartímans. Látið hvíla í 5 mínútur fyrir skurð.
 
Kryddað kartöflusmælki og rótargrænmeti
 
Hráefni 
 • 500 g litlar kartöflur
 • 300 g blandað rótargrænmeti, grófskorið
 • 4 msk. olía eða smjör
 • 1 rif hvítlaukur 
 • 2 msk. hökkuð steinselja
Aðferð
Setjið pott yfir með söltuðu vatni og setjið kartöflurnar í. Látið sjóða í um 5 mínútur. Sigtið og bætið kartöflum í ofnfast fat með kjötinu ásamt grófskornu grænmeti. Kryddið með hvítlauk og smá salti og pipar. Setjið í heitan ofn og bakið í um 30 mínútur, snúið nokkrum sinnum með sleif eða spaða. Rétt áður en borið er fram er stráð yfir steinselju eða söxuðum graslauk.
 
Berið fram með sósu sem er gerð úr soðinu af ofnfatinu með smá vatni og kjötkrafti, þykkt með sósujafnara og smá sultu (helst rabarbara).
 
Ljúfir eftirréttir 
 • Crème brûlée 
 • 250 ml mjólk
 • 250 ml rjómi
 • 4 eggjarauður
 • 80 g sykur
 • 1 vanillu fræbelgur
 • 45 g hrásykur
Aðferð 
Hellið mjólk og rjóma í pott, bætið fræbelg sem er opinn og búið að skafa vanillufræ úr með hníf. Látið suðuna koma upp, slökkvið þá á hitanum og látið standa í 30–40 mínútur. Hellið gegnum mjög fínt sigti í skál. Blandið eggjarauðu og sykri saman við með sleif eða písk. Bætið þá við vanillu og mjólk smám saman, hrærið vel.
 
Skiptið í fjögur eldföst form.
Bakið í 45 mínútur í ofni við 100°C. Athugaðu að áferðin ætti að vera „skjálfandi búðingur viðkomu“ þegar kremið er hrist. Látið kólna niður í stofuhita. Gott að setja í kæli í að minnsta kosti 3 klst.
Rétt áður en bera á fram kremið, þekið með hrásykri og brúnið með gasloga eða undir grilli. En passið bara að baka ekki of lengi því þá breytist eftirrétturinn í eggjaköku!
 
Creme brûlée-íssamlokur
Crème brûlée-ís hljómar svolítið óvenjulega.  Hér er vanilluís í sömu hlutföllum og Crème brûlée eftirrétturinn hér á undan. Fyrir þá sem eiga ísvél er tilvalið að elda rúmlega af kreminu og setja í heimilisísvélina. Hún fæst á ýmsum stöðum og er til dæmis til sem aukahlutur á Kitchen aid-hrærivélarnar.
 
Innihaldsefni fyrir ís: 
Sama og créme brûlée, bara rúmlega lagað.
(Hægt líka að kaupa tilbúinn vanilluís)
 
Aðferð fyrir ís:
Blandan er unnin saman með töfrasprota eftir eldun, flutt í ísvél og fryst í samræmi við leiðbeiningar frá framleiðanda. 
 
Ískökur (kex)
 • 2 stk. egg
 • 2 ½ bolli ósaltað smjör
 • 1 bolli sykur 
 • 2 2/3 bolli hveiti
 • ¾ bolli kakóduft 
 • ½ tsk. salt:
 • 1 msk. vanilluþykkni 
 • Vanilluís
Þeytið smjör og sykur saman. Bætið í eggi og þurrefnum. Fletjið út og bakið við 140°C í um 10–15 mín. Gott að láta kólna í kæli (fyrir útskurð) hægt að stinga út eins og piparkökur.
 
Hin fullkomna íssamloka felst í því að klessa saman tveimur kexum með vanilluís á milli laga. Gott ráð er að láta íssamlokur inn í frysti 30 mínútum áður en borið er fram því þá er ísinn frosinn við kexið.
 

7 myndir:

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...