Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eftir bankahrunið fjölgaði umsóknum í búfræðinám verulega.
Eftir bankahrunið fjölgaði umsóknum í búfræðinám verulega.
Fréttir 9. júlí 2014

Góð aðsókn í starfsmenntanám

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Góð aðsókn er í starfsmenntanám við Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir komandi vetur, ekki síst í búfræðinám. Aðsókn í háskólanám er nokkru minni. Kennslustjóri leiðir líkum að því að óvissa um starfsemi skólans hafi þar áhrif.

„Við vorum með eilítið fleiri umsóknir í búfræðinám í fyrra en þetta virðist hins vegar mjög sterkur hópur sem sækir um nú í ár. Umsækjendur hafa meiri námsundirbúning í ár en var í fyrra og eru langflest ýmist úr sveit eða með mikla reynslu af sveitastörfum. Okkur líst bara mjög vel á komandi vetur hvað þetta varðar,“ segir Álfheiður Marinósdóttir, kennslustjóri Landbúnaðarháskólans.

Eftir bankahrunið fjölgaði umsóknum í búfræðinám verulega að sögn Álfheiðar. „Það varð eiginlega algjör sprengja þarna á árunum 2009 til 2010. Það hafði verði svolítil deyfð yfir þessu námi í kringum 2005 en nú er þetta gjörbreytt. Undanfarin ár höfum við fengið mun fleiri umsóknir heldur en við höfum getað annað. Sum árin höfum við verið með allt að tvöfalda aðsókn að náminu miðað við það sem við höfum getað tekið inn.“

Vantar kennara

Í vor útskrifuðust 37 nemendur úr búfræðinámi. Álfheiður segir að skólinn ráði ekki við mikið stærri hópa en svo vegna niðurskurðar í mannahaldi. „Það hefur ekki verið ráðið starfsfólk til skólans. Við þurftum að segja upp ellefu manns í hruninu og það hefur ekki verið dregið úr þjónustu. Við erum að manna þetta að talsverðu leyti með aðkeyptri kennslu, stundakennurum, og því er mun meiri aukavinna á örfáum aðilum sem eru fastráðnir. Við höfum ekki bolmagn í meira sökum þess hve við erum fáliðuð og vegna slæmrar fjárhagsstöðu er ekki hægt að ráða inn fólk. Við höfum nóg húsnæði, bæði fyrir nemendur og til kennslu, en okkur vantar mannskap í kennslu.“

Hvað varðar aðrar námsbrautir er ágætis aðsókn að öðru starfsmenntanámi að því er Álfheiður segir. „Við gátum að vísu ekki boðið upp á nám á námsbrautinni skógur og náttúra. Á blómaskreytingabraut er lágmarksfjöldi, 11 manns og á öðrum brautum stendur þetta bara vel.“

Minni aðsókn að háskólanámi

Hvað varðar háskólanám segir Álfheiður að þar væri pláss fyrir talsvert fleiri nemendur. Meðal annars hafi ekki nægilega margir sótt um nám í hestafræði til BS-prófs til að hægt væri að bjóða upp á það nám á komandi vetri. Þá verður ekki boðið upp á meistaranám í um skipulagsfræði í vetur. Þeim sem sóttu um nám í þessum greinum hefur verið boðið að taka annað nám sem að gagnast þeim þegar boðið verður upp á umræddar námsbrautir að nýju.

Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð skólastarfs Landbúnaðarháskólans en menntamálaráðherra boðaði síðastliðinn vetur að skólinn yrði hugsanlega sameinaður Háskóla Íslands. Verulega andstaða var við þau áform hjá sveitarstjórnarmönnum í Borgarfirði, þingmönnum Norðvesturkjördæmis og forystu bænda sem olli því að þau áform voru slegin af, í það minnsta um sinn. Hins vegar er fjárhagsstaða skólans afleit og ljóst að áfram verður að beita miklu aðhald við reksturinn nema að fjármagn komi til frá hinum opinbera.

Álfheiður segir að hún gæti trúað, án þess að hún hafi haldbær gögn sem styðji það, að sú óvissa sem ríkt hefur um framtíð skólans hafi að einhverju leyti bitnað á aðsókn að háskólanáminu. „Ég er ekki viss um að þetta hafi komið niður á starfsmenntanáminu en ég get vel ímyndað mér að öll þessi umræða og óvissa hafi haft áhrif á aðsókn í háskólanámið. Þá ekki endilega búvísindanámið en frekar þessar nýrri greinar okkar eins og skógfræðin og umhverfisskipulagið. Ég held að þessi óvissa hafi haft neikvæð áhrif.“

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...