Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Hlökk frá Strandarhöfði og Ásmundur Ernir Snorrason, Íslandsmeistarar í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum.
Hlökk frá Strandarhöfði og Ásmundur Ernir Snorrason, Íslandsmeistarar í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum.
Mynd / Nicki Pfau
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. júní–29. júní. Öll umgjörð mótsins var hin glæsilegasta og skiptust á skin og skúrir sem setti svip sinn á mótið.

Ég held það sé á engan hallað þegar haldið er fram að Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfða hafi verið stjörnupar mótsins en þau stóðu efst eftir forkeppni í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti. Mættu þau í tvenn úrslit á sunnudeginum þar sem þau unnu fjórganginn og voru alveg við það að landa titli í töltinu þegar skeifa fór undan og þau þurftu að ljúka keppni. Urðu þau jafnframt Íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum en þetta er annað árið í röð sem þau landa þeim titli. Ásmundur Ernir var einnig Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum á Aski frá Holtsmúla.

Heimsmet í 250 m skeiði

Heimsmet Konráðs Vals Sveinssonar og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk er líka einn af hápunktum mótsins en þeir settu heimsmet í 250 m skeiði með tímanum 21,06 sek. Bættu þeir fjögurra ára gamalt met Daníels Inga Smárasonar og Huldu fran Margretehof um 0,01 sek. Urðu þeir einnig Íslandsmeistarar í 100 m skeiði með tímann 7,40 sek. Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá StóraVatnsskarði unnu 150 m skeið á tímanum 13,93 sek. sem er jafnframt besti tími þeirra í greininni. J

akob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti urðu Íslandsmeistarar í tölti en þeir unnu einnig silfur í fjórgangi. Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað urðu Íslandsmeistarar í slaktaumatölti og Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Sumarliðabæ í fimmgangi. Gæðingaskeiðið unnu þau Árni Björn Pálsson og Álfamær frá Prestsbæ.

Ungmennin stóðu sig með sóma

Í ungmennaflokki skiptust þau, Védís Huld Sigurðardóttir og Jón Ársæll Bergmann á að vinna titlana í hringvallargreinunum. Védís Huld vann tölt og fjórgang á Ísaki frá Þjórsárbakka og Jón vann slaktaumatöltið á Díönu frá Bakkakoti og fimmganginn á Hörpu frá Höskuldsstöðum en hann varð jafnframt Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á Halldóru frá Hólaborg.

Í skeiðinu varð Kristján Árni Birgisson tvöfaldur Íslandsmeistari, annars vegar í gæðingaskeiði á Súlu frá Kanastöðum og í 100 m skeiði á Kröflu frá SyðriRauðalæk. Sara Dís Snorradóttir varð Íslandsmeistari í 250 m skeiði og í 150 m skeiði var það Sigurbjörg Helgadóttir á Hörpurós frá Helgatúni. Þórgunnur Þórarinsdóttir varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum á Djarfi frá Flatatungu.

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fer fram dagana 17–20. júlí á Hraunhamarsvellinum á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...