Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Norskir bátaeigendur leggja mikið upp úr snyrtimennskunni.
Norskir bátaeigendur leggja mikið upp úr snyrtimennskunni.
Mynd / EHG
Fólk 5. september 2016

Glæsilegir trébátar af öllum stærðum og gerðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Bátaeign í Noregi er gríðarlega mikil og bátamenning samofin norsku þjóðinni. Um 750 þúsund skemmtibáta eða báta í eigu einstaklinga er að finna í landinu og er verðmæti þeirra metið á um 75 milljarða norskra króna. 
 
Árlega nota Norðmenn um 6 milljarða norskra króna til bátakaupa og er því ljóst að um dágóðan skerf í hagkerfinu er um að ræða. 
 
Áætlað er að fjórða hvert heimili í landinu eigi bát, eða ríflega 500 þúsund heimili, og er mesta eignin á suður- og vesturlandinu þar sem þriðja hvert heimili á bát. Átta af tíu bátum eru úr plasti eða glertrefjum en aðeins 10 prósent þeirra er úr tré. 
 
Víða í landinu eru haldnar trébátasýningar og var blaðamaður Bændablaðsins á ferð á einni slíkri á dögunum, Hardanger Trebåtsfestival. Sú sýning, eða hátíð, var að þessu sinni haldin í 18. sinn í Norheimsund í Harðangursfirði þar sem hver glæsibáturinn á fætur öðrum var til sýnis gestum og gangandi til yndis og ánægju. 

9 myndir:

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...