Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norskir bátaeigendur leggja mikið upp úr snyrtimennskunni.
Norskir bátaeigendur leggja mikið upp úr snyrtimennskunni.
Mynd / EHG
Líf&Starf 5. september 2016

Glæsilegir trébátar af öllum stærðum og gerðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Bátaeign í Noregi er gríðarlega mikil og bátamenning samofin norsku þjóðinni. Um 750 þúsund skemmtibáta eða báta í eigu einstaklinga er að finna í landinu og er verðmæti þeirra metið á um 75 milljarða norskra króna. 
 
Árlega nota Norðmenn um 6 milljarða norskra króna til bátakaupa og er því ljóst að um dágóðan skerf í hagkerfinu er um að ræða. 
 
Áætlað er að fjórða hvert heimili í landinu eigi bát, eða ríflega 500 þúsund heimili, og er mesta eignin á suður- og vesturlandinu þar sem þriðja hvert heimili á bát. Átta af tíu bátum eru úr plasti eða glertrefjum en aðeins 10 prósent þeirra er úr tré. 
 
Víða í landinu eru haldnar trébátasýningar og var blaðamaður Bændablaðsins á ferð á einni slíkri á dögunum, Hardanger Trebåtsfestival. Sú sýning, eða hátíð, var að þessu sinni haldin í 18. sinn í Norheimsund í Harðangursfirði þar sem hver glæsibáturinn á fætur öðrum var til sýnis gestum og gangandi til yndis og ánægju. 

9 myndir:

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...