Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Norskir bátaeigendur leggja mikið upp úr snyrtimennskunni.
Norskir bátaeigendur leggja mikið upp úr snyrtimennskunni.
Mynd / EHG
Líf&Starf 5. september 2016

Glæsilegir trébátar af öllum stærðum og gerðum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Bátaeign í Noregi er gríðarlega mikil og bátamenning samofin norsku þjóðinni. Um 750 þúsund skemmtibáta eða báta í eigu einstaklinga er að finna í landinu og er verðmæti þeirra metið á um 75 milljarða norskra króna. 
 
Árlega nota Norðmenn um 6 milljarða norskra króna til bátakaupa og er því ljóst að um dágóðan skerf í hagkerfinu er um að ræða. 
 
Áætlað er að fjórða hvert heimili í landinu eigi bát, eða ríflega 500 þúsund heimili, og er mesta eignin á suður- og vesturlandinu þar sem þriðja hvert heimili á bát. Átta af tíu bátum eru úr plasti eða glertrefjum en aðeins 10 prósent þeirra er úr tré. 
 
Víða í landinu eru haldnar trébátasýningar og var blaðamaður Bændablaðsins á ferð á einni slíkri á dögunum, Hardanger Trebåtsfestival. Sú sýning, eða hátíð, var að þessu sinni haldin í 18. sinn í Norheimsund í Harðangursfirði þar sem hver glæsibáturinn á fætur öðrum var til sýnis gestum og gangandi til yndis og ánægju. 

9 myndir:

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...