Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá setmningarathöfn Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012.
Frá setmningarathöfn Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. júní 2018

Glæsilegir hestar en líka ótrúlega margt annað á Landsmóti hestamanna í Reykjavík í júlí

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landsmót hestamanna fer fram í Reykjavík dagana 1.-8. júlí næstkomandi.  Þar verða á einum stað sýnd landsins fremstu kynbótahross og þar fer fram glæsileg gæðingakeppni. 
 
Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti, þau eru stærstu viðburðir sem haldnir eru í kringum íslenska hestinn og fjöldi erlendra gesta sækir landið heim sérstaklega til að koma á Landsmót.  Alls er búist við um 10–12.000 gestum á mótið og þar af mun um fjórðungur koma erlendis frá.
 
„Það verða ekki bara frábærir hestar sem munu láta ljós sitt skína á Landsmóti í sumar.  Samhliða þéttri keppnisdagskrá verður boðið upp á fjölbreytta hliðardagskrá þar sem fræðsla um allt sem tengist íslenska hestinum í glæsilegri aðstöðu sem verkefnið Horses of Iceland stendur fyrir. Þá verður tónlistin aldrei langt undan þegar hestafólk kemur saman og á Landsmóti verða bæði frábær gítarpartí og alvöru sveitaböll, segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins. 
 
„Meðal þeirra sem fram koma eru Albatross með Sverri Bergmann, Röggu Gísla og Sölku Sól, Alex Ó og kántrýhljómsveit, Helgi Björns og reiðmenn vindanna, Stebbi Jak og Andri, Sigvaldi Helgi, Grétar og Hebbi, Dísella Lár. og Magni Ásgeirsson sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Þá verður á svæðinu risaskjár í tjaldi þar sem sýnt verður frá 16 liða og 8 liða úrslitum á HM í fótbolta sem fram fer í Rússlandi á sama tíma og Landsmót.  
 
Landsmótið í sumar hefst á sérstökum fjölskyldudegi, sem er sunnudagurinn 1. júlí, en frítt verður inn á mótssvæðið þann dag. Þá hefst keppni í  barna- og unglingaflokki og auk þess verða Jói P. og Króli á svæðinu, Leikhópurinn Lotta lítur í heimsókn og ýmislegt fleira skemmtilegt verður í boði.  Alla mótsdagana verður svo opið sérstakt leiksvæði fyrir börn.
 
Áhugafólk um verslun og viðskipti fær nóg fyrir sinn snúð á glæsilegu markaðssvæði Landsmóts þar sem hægt verður að skoða og kaupa ýmiss konar varning, bæði hestatengdan og ekki.  
 
Á svæðinu verður fjölbreytt úrval af mat, bæði í Reiðhöll Fáks sem verður breytt í matsal og eins úti þar sem fjölbreytt úrval af götumat verður í boði.
 
Tjaldstæði standa öllum mótsgestum til boða og auk þess geta gestir keypt sér aðgang að ákveðnum tjaldstæðareitum með rafmagnstengi.
 
Miðasala á Landsmót stendur yfir á vefnum landsmot.is og hjá tix.is og miðar fást á sérstöku forsöluverði til 15. júní. Hægt er að kaupa vikupassa og helgarpassa en á mótinu sjálfu verða jafnframt til sölu dagmiðar,“ segir Áskell. 
 
Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...