Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá setmningarathöfn Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012.
Frá setmningarathöfn Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2012.
Mynd / HKr.
Fréttir 4. júní 2018

Glæsilegir hestar en líka ótrúlega margt annað á Landsmóti hestamanna í Reykjavík í júlí

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Landsmót hestamanna fer fram í Reykjavík dagana 1.-8. júlí næstkomandi.  Þar verða á einum stað sýnd landsins fremstu kynbótahross og þar fer fram glæsileg gæðingakeppni. 
 
Landsmót eru haldin á tveggja ára fresti, þau eru stærstu viðburðir sem haldnir eru í kringum íslenska hestinn og fjöldi erlendra gesta sækir landið heim sérstaklega til að koma á Landsmót.  Alls er búist við um 10–12.000 gestum á mótið og þar af mun um fjórðungur koma erlendis frá.
 
„Það verða ekki bara frábærir hestar sem munu láta ljós sitt skína á Landsmóti í sumar.  Samhliða þéttri keppnisdagskrá verður boðið upp á fjölbreytta hliðardagskrá þar sem fræðsla um allt sem tengist íslenska hestinum í glæsilegri aðstöðu sem verkefnið Horses of Iceland stendur fyrir. Þá verður tónlistin aldrei langt undan þegar hestafólk kemur saman og á Landsmóti verða bæði frábær gítarpartí og alvöru sveitaböll, segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri mótsins. 
 
„Meðal þeirra sem fram koma eru Albatross með Sverri Bergmann, Röggu Gísla og Sölku Sól, Alex Ó og kántrýhljómsveit, Helgi Björns og reiðmenn vindanna, Stebbi Jak og Andri, Sigvaldi Helgi, Grétar og Hebbi, Dísella Lár. og Magni Ásgeirsson sem jafnframt er tónlistarstjóri mótsins. Þá verður á svæðinu risaskjár í tjaldi þar sem sýnt verður frá 16 liða og 8 liða úrslitum á HM í fótbolta sem fram fer í Rússlandi á sama tíma og Landsmót.  
 
Landsmótið í sumar hefst á sérstökum fjölskyldudegi, sem er sunnudagurinn 1. júlí, en frítt verður inn á mótssvæðið þann dag. Þá hefst keppni í  barna- og unglingaflokki og auk þess verða Jói P. og Króli á svæðinu, Leikhópurinn Lotta lítur í heimsókn og ýmislegt fleira skemmtilegt verður í boði.  Alla mótsdagana verður svo opið sérstakt leiksvæði fyrir börn.
 
Áhugafólk um verslun og viðskipti fær nóg fyrir sinn snúð á glæsilegu markaðssvæði Landsmóts þar sem hægt verður að skoða og kaupa ýmiss konar varning, bæði hestatengdan og ekki.  
 
Á svæðinu verður fjölbreytt úrval af mat, bæði í Reiðhöll Fáks sem verður breytt í matsal og eins úti þar sem fjölbreytt úrval af götumat verður í boði.
 
Tjaldstæði standa öllum mótsgestum til boða og auk þess geta gestir keypt sér aðgang að ákveðnum tjaldstæðareitum með rafmagnstengi.
 
Miðasala á Landsmót stendur yfir á vefnum landsmot.is og hjá tix.is og miðar fást á sérstöku forsöluverði til 15. júní. Hægt er að kaupa vikupassa og helgarpassa en á mótinu sjálfu verða jafnframt til sölu dagmiðar,“ segir Áskell. 
 
Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...