Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hylur hlaut m.a. einkunnina 9,5 fyrir samræmi og prúðleika.
Hylur hlaut m.a. einkunnina 9,5 fyrir samræmi og prúðleika.
Mynd / Arnar Guðmundsson
Fréttir 21. júní 2017

Glæsigripurinn Hylur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Tinnusvartur fjögurra vetra stóðhestur, Hylur frá Flagbjarnarholti, hlaut á dögunum 8,96 fyrir sköpulag á kynbótasýningu á Sörlastöðum. Mun það vera hæsta einkunn sem fjögurra vetra stóðhestur hefur hlotið í sögunni, og er jafnframt fjórði hæsti dómur sem kveðinn hefur verið upp fyrir sköpulag á íslenskum hesti. 
 
Hylur hlaut einkunnina 9,5 fyrir samræmi og prúðleika, 9,0 fyrir hófa, fótagerð, háls, herðar og bóga, bak og lend, 8,5 fyrir höfuð og 7,5 fyrir réttileika. Í athugasemdum dómara stendur að Hylur sé léttbyggður, fóta­hár, sívalvaxinn með vöðvafyllt bak og góða baklínu, jafna lend, reistan, langan og mjúkan háls og háar herðar. 
 
Þægur og meðfærilegur
 
Faðir Hyls er Herkúles frá Ragnheiðarstöðum sem sjálfur hlaut 8,66 fyrir sköpulag á Landsmóti hestamanna í fyrra. Móðir hans er Rás frá Ragnheiðarstöðum en sú hlaut aðeins 7,93 fyrir sköpulag þegar hún var sýnd árið 1998. Hún hefur hins vegar gefið vel sköpuð afkvæmi samkvæmt Worldfeng, upprunaættbók íslenska hestsins.
 
Hylur er í eigu Arnars Guðmundssonar og Sindrastaða ehf. en eigendur þess eru Ísólfur Líndal Þórisson og Vigdís Gunnarsdóttir.  
 
„Hreyfieðli Hyls er að okkar mati einstaklega skemmtilegt. Hann er mjög léttstígur og á auðvelt með að bera sig, með fallegum hreyfingum og höfuðburði. Hann hefur mikið fas og útgeislun, algjör sjarmör. Geðslagið er líka gott, hann er þægur og meðfærilegur,“ segir Vigdís.
 
Hylur mun taka á móti hryssum í Lækjarmóti í sumar. Mynd/Vigdís Gunnarsd.
 
Byrjað var að temja Hyl á liðnu hausti en Vigdís segir að þau stefni á að sýna hann í reið næsta sumar.
„Hann er orðinn ágætlega taminn en það hefur farið mikil orka hjá honum í að stækka og með svo miklar hreyfingar að við tókum ákvörðun um að gefa honum lengri tíma til að ná upp styrk og jafnvægi fyrir sýningu í reið. Hann er mjög gengur og sýnir allan gang undir sjálfum sér.“
 
Hyli var sleppt í hryssur eftir dóminn, og mun þjóna hryssum í  hólfi á Lækjamóti í sumar.
 
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...