Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga.
Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga.
Mynd / Wikipedia
Fréttir 15. nóvember 2023

Gjaldtaka hefst á bílastæðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þann 1. september 2024 hefst gjaldtaka á bílastæðum við Dyrhólaey í Mýrdal.

Í Dyrhólaey hafa innviðir verið efldir síðustu ár með nýjum bílastæðum, göngustígum og salernishúsi svo eitthvað sé nefnt. Rukkað er inn á salernin á staðnum. Mikil aukning gestafjölda hefur verið á svæðinu og rekstrarkostnaður fer því samhliða ört hækkandi. Má þar nefna viðhald, umsjón bæði svæðis og salernis, landvörslu og fleira. Þjónustugjöldin, sem verða innheimt á bílastæðunum munu alfarið renna í rekstur svæðisins, samkvæmt upplýsingum frá Ingu Dóru Hrólfsdóttur hjá Umhverfisstofnun.

Caption

„Fundað hefur verið með sveitarfélaginu, sem er Mýrdalshreppur, og fulltrúa landeiganda og hefur komið fram á þeim fundum að þau séu sátt við þessa leið okkar. Þjónustugjöld, sem eru innheimt á bílastæði, eru einfaldari í framkvæmd heldur en fyrirkomulagið er núna, sem er gjaldavél og hlið inn á salernið. Verið er að vinna í að senda póst til helstu ferðaþjónustufyrirtækja og SAF til upplýsingar. Ákveðið var að gildistíminn væri um haustið því fyrirtæki eru þegar byrjuð að selja ferðir fyrir næsta sumar,“ segir Inga Dóra.

Dyrhólaey er í óskiptu landi jarðarinnar Austurhúsa, sem er í eigu Mýrdalshrepps, og þriggja einstaklinga; Matthildar Ólafsdóttur Valfells, Jóns Valfells og Vigfúsar Ásgeirssonar. Mýrdalshreppur á 53,86% Dyrhólaeyjar. Austur- og Vesturhúsajarðir í Dyrhólahverfi eiga sameiginlega nytjar í Dyrhólaey. Dyrhólaey var friðlýst sem friðland árið 1978 og er í umsjón Umhverfisstofnunar.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...