Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Búfjárbændur eru með undanþágu til næsta sumars til endurnýtingar á sínum eyrnamerkjum.
Búfjárbændur eru með undanþágu til næsta sumars til endurnýtingar á sínum eyrnamerkjum.
Mynd / smh
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á sauðfé, geitum og nautgripum.

Sauðfjár- og geitabændur eru hins vegar á undanþágu og geta endurnýtt þau til 1. júlí á næsta ári en þá ætlar Matvælastofnun að fylgja ákvæðinu eftir að fullu.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að hún hyggist taka þátt í þróun á nýju fyrirkomulagi örmerkja í sauðfé með hagaðilum.

Lágmarka þarf kostnaðarauka bænda

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að þörf sé á að finna góða varanlega lausn til að lágmarka þann kostnaðarauka sem þetta mun hafa í för með sér fyrir bændur.

Hann segist vonast til að geta komið að borðinu með öllum hagaðilum málsins og fundið málinu viðunandi farveg.

Fjallað var um málið í Bændablaðinu í mars. Þá kom fram að í úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) síðasta haust hafi komið fram athugasemdir um að bændum væri heimilt að taka með sér örmerki heim úr sláturhúsum og endurnýta þau.

Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, sagði þá að reglur um notkun eyrnamerkja hér á landi byggðu á Evrópureglugerð frá árinu 2016. Þar kæmi skýrt fram að einstaklingsnúmer gripa skuli vera einkvæm, sem þýði að þau eigi ekki að geta komið fram á öðrum gripum.

Hluti af úrbótaáætlun gagnvart ESA

Að sögn Freydísar Dönu Sigurðardóttur, fagsviðsstjóra kjötafurða hjá Matvælastofnun, þá var árétting stofnunarinnar hluti af nokkrum þáttum í úrbótaáætlun gagnvart ESA. „Úttektarnefndin benti á að með því að leyfa endurnotkun á örmerkjum í sauðfé værum við ekki að fylgja ákvæðum reglugerða EES-samningsins.

Í úttektinni í sláturhúsum varð nefndin ekki vör við aðra endurnýtingu á merkjum,“ segir Freydís.

Skylt efni: eyrnamörk

Nýr formaður kjörinn
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deilda...

Sex minkabú eftir á landinu
Fréttir 23. febrúar 2024

Sex minkabú eftir á landinu

Björn Harðarson, bóndi í Holti í Flóa, hefur tekið við sem formaður deildar loðd...

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.