Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jón Þór Marinósson bústjóri með foreldrum sínum og eigendum eldishússins, Margréti Magnúsdóttur og Marinó Tryggvasyni. Á innfelldu myndinni eru kálfar sem settir eru í stíur vikugamlir og fara þaðan í næstu stíur þremur mánuðum síðar.
Jón Þór Marinósson bústjóri með foreldrum sínum og eigendum eldishússins, Margréti Magnúsdóttur og Marinó Tryggvasyni. Á innfelldu myndinni eru kálfar sem settir eru í stíur vikugamlir og fara þaðan í næstu stíur þremur mánuðum síðar.
Mynd / Rúnar Halldórsson
Líf og starf 15. september 2016

Gestkvæmt í nýju nautaeldishúsi í Hvítanesi

Höfundur: ARH/HKr
Nýtt sérhannað og glæsilegt nautaeldishús var tekið í notkun hjá Marinó Tryggvasyni og Margréti Magnúsdóttur á bænum Hvítanesi í Hvalfjarðarsveit á dögunum. 
 
„Reynslan fyrstu vikurnar er fyllilega í samræmi við væntingar. Húsið er vel hannað, þægilegt að vinna í, bjart og góð vistarvera fyrir gripina. Við erum afskaplega ánægð með framkvæmdina að öllu leyti,“ segir Marinó.
 
Húsið var til sýnis almenningi laugardaginn 27. ágúst og ekki skorti áhugann. Á fjórða hundrað manns komu á þeim þremur klukkustundum sem kynningin varði og hrifning gestanna leyndi sér ekki. Fjöldinn var langt umfram það sem heimafólk bjóst við og stemning mikil. 
 
List- og ljósmyndasýningar voru bónusvinningar gestanna. Anna G. Torfadóttir grafíklistamaður sýndi verk sín í nautastíum sem ekki höfðu verið teknar í gagnið og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, bóndi á Vestra-Reyni, sýndi ljósmyndir meðfram fóðurgangi. 
 
Síðast en ekki síst var þarna matvælamarkaður. Komufólk gat tekið með sér steik til helgarinnar og fleira góðmeti: Kjöt af fyrstu nautunum sem vörðu síðustu ævidögum sínum í nýja eldishúsinu fyrir slátrun, grænmeti, kæfu og egg. 
 
Pláss fyrir 150 gripi
 
Eldishúsið er 560 fermetrar að gólffleti og hannað með stíum sem hæfa hverju æviskeiði íbúanna, allt frá nýbornum kálfum til fullvaxta nauta. Húsið rúmar allt að 150 gripi og nautin eru flutt þaðan til slátrunar 18–20 mánaða gömul.
 
Hannað af Unnsteini Snorrasyni  og Landstólpa
 
Jón Þór, sonur Margrétar og Marinós, er bústjóri í Hvítanesi. Hann er nýútskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri. Frumhugmynd að sérhönnuðu nautaeldishúsi átti Unnsteinn Snorri Snorrason byggingatæknifræðingur í framhaldi af spjalli þeirra Jóns Þórs um málið. Landstólpi útfærði síðan hugmyndina og fullhannaði bygginguna, að hluta til í samstarfi við Eflu verkfræðistofu.
 
Smellinn á Akranesi, dótturfélag BM Vallár, sá um að steypa upp kjallarann en húsið sjálft, steyptir bitar í stíum og allar innréttingar eru frá Landstólpa. Meitillinn á Grundartanga annaðist raflagnir. 
 
Landstólpi reisti húsið og Marinó segir það hafa verið upplifun út af fyrir sig að fylgjast með starfsmönnum fyrirtækisins á vettvangi. 
 
„Landstólpamenn ganga afar skipulega oog fumlaust til verks, greinilega þrautreyndir í því sem þeir gera og virðast hreinlega hugsa eins og einn maður! Framkvæmdahraðinn var mikill, eiginlega var það lyginni líkast á köflum. 
 
Þarna sannaðist líka að tíminn er peningar. Við byrjuðum að grafa fyrir grunninum skömmu fyrir jól, tókum fyrstu nautin í hús núna í ágústbyrjun og sendum í sláturhús tveimur vikum síðar.“ 

6 myndir:

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...