Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Fréttir 9. september 2019

Gerjaðir drykkir í eldlínunni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / – foodnavigator-usa.com
Svo virðist sem sala á gerjuðum drykkjum sé í hæstu hæðum um þessar mundir en vestanhafs hefur sala á Kombucha og gerjuðum drykkjum margfaldast milli ára. 
 
Í fyrra seldist um 40 prósent meira af drykknum en árið 2017 í Bandaríkjunum. Þessi sveifla kemur örlítið niður á sölu á kókosvatni sem fór niður um tæp 10 prósent á sama tíma. 
 
Enn sem komið er lítur út fyrir að vinsældir slíkra drykkja séu mestar á vesturströnd Bandaríkjanna og trónir salan efst í borgum eins og San Diego, Seattle, Portland, San Francisco og Spokane. Söluhæstu drykkirnir innihalda engifer og ber af ýmsu tagi. 
 
Kombucha er í raun svart te sem hefur verið gerjað. Við gerjunina fyllist drykkurinn af góðgerlum, ensímum og vítamínum, sérstaklega B-vítamínum. Drykkurinn er um tvö þúsund ára gamall og hefur verið nefndur ódauðlega heilsuseyðið af Kínverjum. Kombucha er kolsýrður og er því góður í stað hefðbundinna gosdrykkja. 
 

Skylt efni: kombucha | gerjun

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...