Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Fréttir 9. september 2019

Gerjaðir drykkir í eldlínunni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / – foodnavigator-usa.com
Svo virðist sem sala á gerjuðum drykkjum sé í hæstu hæðum um þessar mundir en vestanhafs hefur sala á Kombucha og gerjuðum drykkjum margfaldast milli ára. 
 
Í fyrra seldist um 40 prósent meira af drykknum en árið 2017 í Bandaríkjunum. Þessi sveifla kemur örlítið niður á sölu á kókosvatni sem fór niður um tæp 10 prósent á sama tíma. 
 
Enn sem komið er lítur út fyrir að vinsældir slíkra drykkja séu mestar á vesturströnd Bandaríkjanna og trónir salan efst í borgum eins og San Diego, Seattle, Portland, San Francisco og Spokane. Söluhæstu drykkirnir innihalda engifer og ber af ýmsu tagi. 
 
Kombucha er í raun svart te sem hefur verið gerjað. Við gerjunina fyllist drykkurinn af góðgerlum, ensímum og vítamínum, sérstaklega B-vítamínum. Drykkurinn er um tvö þúsund ára gamall og hefur verið nefndur ódauðlega heilsuseyðið af Kínverjum. Kombucha er kolsýrður og er því góður í stað hefðbundinna gosdrykkja. 
 

Skylt efni: kombucha | gerjun

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...