Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Sala á Kombucha og öðrum gerjuðum drykkjum margfaldast Í Bandaríkjunum á milli ára.
Fréttir 9. september 2019

Gerjaðir drykkir í eldlínunni

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir / – foodnavigator-usa.com
Svo virðist sem sala á gerjuðum drykkjum sé í hæstu hæðum um þessar mundir en vestanhafs hefur sala á Kombucha og gerjuðum drykkjum margfaldast milli ára. 
 
Í fyrra seldist um 40 prósent meira af drykknum en árið 2017 í Bandaríkjunum. Þessi sveifla kemur örlítið niður á sölu á kókosvatni sem fór niður um tæp 10 prósent á sama tíma. 
 
Enn sem komið er lítur út fyrir að vinsældir slíkra drykkja séu mestar á vesturströnd Bandaríkjanna og trónir salan efst í borgum eins og San Diego, Seattle, Portland, San Francisco og Spokane. Söluhæstu drykkirnir innihalda engifer og ber af ýmsu tagi. 
 
Kombucha er í raun svart te sem hefur verið gerjað. Við gerjunina fyllist drykkurinn af góðgerlum, ensímum og vítamínum, sérstaklega B-vítamínum. Drykkurinn er um tvö þúsund ára gamall og hefur verið nefndur ódauðlega heilsuseyðið af Kínverjum. Kombucha er kolsýrður og er því góður í stað hefðbundinna gosdrykkja. 
 

Skylt efni: kombucha | gerjun

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...