Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skoda Octavia A7 Ambition 1,4 TSI G-Tec.
Skoda Octavia A7 Ambition 1,4 TSI G-Tec.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 24. júlí 2015

Gengur bæði fyrir metangasi og bensíni

Höfundur: Hjörtur Leonard Jónsson
Fyrir skömmu heyrði ég auglýstan nýjan Skoda sem væri með metanvél. Verðið sem uppgefið var í auglýsingunni vakti áhuga minn, en að fá fjölskyldubíl með metan og bensínvél á ekki nema 3,4 milljónir var eitthvað sem ég taldi mig verða að skoða betur. 
 
Ekkert mál var að fá að prófa bílinn og hafði ég hann til prufuaksturs í dagpart.
 
Tveir „bensínmælar“
 
Bíllinn sem ég prófaði heitir Skoda Octavia A7 (Ambition 1,4 TSI G-Tec) og er beinskiptur með 110 hestafla vél. Í þau skipti sem ég hef prófað bíla sem hægt er að keyra bæði á metangasi og bensíni hefur mér fundist heldur skemmtilegra að keyra á bensíninu því að mér hefur hingað til fundist meiri kraftur á bensíninu.
 
Á þessum Skoda gat ég ekki fundið neinn mun, en þess ber að geta að ég keyrði aðeins 10 kílómetra af 130 km á bensíni, en 120 km á metangasinu.  Samkvæmt upplýsingum um bílinn á maður að komast yfir 1300 km á báðum tönkunum án þess að fylla á. 
 
Að öllu leyti er ósköp svipað að keyra þennan bíl og aðra nema að keyra á metangasi er maður vissulega að menga minna og nota náttúruvænt eldsneyti. Eini munurinn er að í flestum metanbílum eru tveir eldsneytismælar (metan og bensín) í mælaborðinu hlið við hlið.
 
Mikið rými inni í bílnum bæði í fram- og aftursætum
 
Að sitja inni í bílnum er afar þægilegt, sama hvort setið er í framsætum eða í aftursætum. Sem dæmi þá voru um 20 sentímetrar frá hnjánum á mér í bílstjórabakið þegar ég settist í aftursætið miðað við að bílstjórasætið var stillt fyrir mig. Olnbogarými er ágætt fyrir þrjá fullorðna í aftursætunum. Í framsætunum er mjög gott fótapláss, en eitt var það sem vakti athygli mína.
 
Með poka fyrir rusl
 
það er í fyrsta sinn sem ég prófa bíl að ég tók eftir sérstöku hólfi sem ætlað er fyrir rusl og meira að segja var ruslapoki í bílnum sem ég prófaði.
 
Farangursrýmið er ekkert sérstaklega stórt, en mínusinn er að í metanbílnum er ekkert varadekk þar sem plássið sem að öllu jöfnu er fyrir varadekkið er notað fyrir metaneldsneytið og því er bíllinn bara með pumpu og kvoðu til að redda sér á næsta dekkjaverkstæði.
 
Góður á grófum vegi, en leiðinda titringur á þvottabrettum í lausamöl
 
Eins og áður segir var fínt að keyra bílinn, en ég tók sérstaklega eftir því hversu vélin var á lágum snúningi í sjötta gír og á 90 km hraða, en þá snérist vélin rétt innan við 2000 snúninga á mín. 
Ég prófaði bílinn á mjög lausum malarvegi sem byrjaði nánast holulaus með mikilli lausri möl á yfirborðinu.
 
Að keyra á lausri mölinni fannst mér leiðinda marr í bílnum og um leið og stýrinu var beygt kom skriðvörnin inn. Síðan versnaði vegurinn og varð holóttari og á stöku stað stóð grjót upp úr veginum. Við þessar vondu aðstæður var fjöðrunin að vinna vel og gott að keyra bílinn, skriðvörnin hætti að taka kraftinn af mér og alltaf varð ljúfara að keyra bílinn þrátt fyrir versnandi veg.
 
Frábært verð á nýjum metanbíl
 
Miðað við aðra metanbíla sem eru í boði er þessi nýi Skoda-bíll á einhverju hagstæðasta verði sem ég hef séð. Svo fá eigendur metanbíla víða frítt í bílastæði, borga nánast ekkert í bifreiðagjöld. Eini ókosturinn er hversu fáir afgreiðslustaðir eru fyrir áfyllingu á metangasi. 
 
Verðið á bílnum sem ég prófaði er 3.420.000, en persónulega held ég að ég mundi taka Octavia Combi sem er mun fjölskylduvænni bíll. Farangursrýmið ræður þar mestu, 610 lítrar í stað 460 lítra og kostar sá bíll 3.520.000. 
 
Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefsíðu Heklu h/f á vefslóðinni www.hekla.is.

6 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...