Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Genginn ævivegur
Líf&Starf 14. janúar 2019

Genginn ævivegur

Gunnar Sæmundsson sauðfjár­bóndi í Hrútatungu er forystu­maður í sinni sveit og sat í stjórn Búnaðarfélags Íslands. Í ævisögu Gunnars er sagt frá uppvaxtarárum Gunnars og farsælum ferli hans í þágu bænda, auk þess sem fjallað er um mannlíf og náttúru í Hrútafirði. 
 
Í eftirfarandi texta í bókinni er gripið niður þar sem fjallað er um setu Gunnars í stjórn Búnaðarfélags Íslands:
 
Bókarkápan.
„Það reyndist mér afar lærdómsríkt að sitja í stjórn Búnaðarfélagsins. Ég fann til vanmáttarkenndar þar sem ég hafði enga búnaðarmenntun og einsetti mér að fara varlega fyrst í stað, hafði skoðanir á málum en reyndi að vanda mig. Ég fann líka fyrir því að Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri leit niður á mig í fyrstu. Það tókst aftur fljótlega góður kunningsskapur milli okkar Egils Jónssonar. Hann hringdi mikið til mín. Þessi kunningsskapur entist meðan báðir lifðu. Það þróaðist síðan svo að Jón Helgason fór að hafa meira samband við mig og vinskapur okkar jókst jafnt og þétt. Við áttum gott samstarf meðan við sátum saman í stjórn Búnaðarfélagsins. Ég áttaði mig á því hvílíkur mannkostamaður hann var. Hann var fastur fyrir, dugnaðarforkur og feikilega drjúgur að koma málum sínum fram.
 
Jónas Jónsson hafði verið meira en búnaðarmálastjóri síðustu fjögur árin á undan vegna þess að Hjörtur á Tjörn gekk ekki heill til skógar og var ekki verulega virkur formaður, með fullri virðingu fyrir honum. Því var Jónas allt í öllu.
 
Þarna breyttist þetta. Jónas áttaði sig á því að Jón Helgason væri áhrifamikill stjórnandi. Það bar eitt sinn til, snemma á fyrsta starfsárinu, að upp kom mál sem Jónasi líkaði stórilla en Jón fylgdi. Jónas reiddist heiftarlega, rauk upp og tilkynnti að hann segði af sér sem búnaðarmálastjóri og strunsaði út. Ég sat við borðsendann á móti Jóni og velti því fyrir mér hvernig þetta myndi fara. Hermann og Magnús sátu eins og dæmdir en Egill Jónsson brosti og sagði: „Gott að hann er farinn,“ Þeim Jónasi samdi aldrei.
 
Jón Helgason haggaðist ekki í stólnum og hélt áfram fundi eins og ekkert hefði í skorist. Ég var alveg hissa en þagði. Hermann og Magnús sátu að mestu hljóðir. Það liðu svo u.þ.b. tíu mínútur. Þá opnuðust dyrnar, inn gekk Jónas með allt öðrum svip, baðst afsökunar á framkomu sinni og dró öll sín ummæli til baka. Enginn sagði neitt.
 
Jónas sá að hann hafði hlaupið á sig og var tilbúinn að koma til baka. Ég kynntist honum vel þegar fram í sótti. Vissulega var hann nokkuð fljótur að skipta skapi en það fór fljótt úr honum aftur. Mannlegu kostirnir voru miklir. Um Jónas vil ég segja að ég held að það séu fáir menn á seinni árum sem hafa staðið jafn fast á málstað íslensks landbúnaðar og hann. Og hann var gegnheill í því. Ég tel að ekki hafi allir áttað sig á þessu. Ég held líka að ritstörf Jónasar muni halda nafni hans lengi á lofti.
 
Þessi fundur varð mikill tímamótafundur. Ég held að við höfum allir virt Jón Helgason miklu meira eftir þetta. Stjórnarsamstarfið varð í heild sinni gott og margt breyttist. Stéttarsambandið hafði verið ráðandi í félags- og kjaramálum bænda. Búnaðarfélagið var talið vera á niðurleið. Nú var kominn nýr formaður og ný stjórn, stjórn sem fór að hafa skoðun á öllum málum er vörðuðu landbúnað. Ákveðið var að fara í hringferð um landið og halda fundi með stjórnum og starfsmönnum búnaðarsambandanna heima í héraði.
 
Þeir sem fóru allan hringinn voru Jón Helgason, Jónas Jónsson, Magnús á Gilsbakka og ég. Stefán Skaftason, ráðunautur á Húsavík, var með okkur megnið af leiðinni og fjallaði um ný atvinnutækifæri í sveitum á fundunum. 
 
Útgefandi er Sæmundur.
Tilboðsmarkaður opinn
Fréttir 4. mars 2024

Tilboðsmarkaður opinn

Markaður fyrir greiðslumark mjólkur verður haldinn þann 1. apríl næstkomandi.

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...