Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri ásamt Frökk og tvílembingunum.
Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri ásamt Frökk og tvílembingunum.
Fréttir 22. apríl 2015

Gemlingurinn Frökk bar tveimur gimbrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sá fáheyrði atburður átti sér stað á bænum Eysteinseyri við Tálknafjörð að gemlingur sem kallast Frökk bar tveimur lömbum 27. mars síðastliðinn.

Frökk er fædd 15. maí 2014 og því innan við ársgömul. Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri, segist hafa haft samband við Ólaf R. Dýrmundsson sem hefur rannsakað mest gangmál og burðartíma á íslensku sauðfé. „Ólafur sagðist ekki muna eftir að gemlingur fæddur á þessum árstíma hafi borið svona snemma.“

Annars er það að frétta af fjárstofni á Eysteinseyri að eftir fósturtalningu í mars töldust 179 fóstur í 73 fullorðnum ám og 21 gemlingi og engin í hópnum reyndist vera geld. Marinó segir að hugsanlega megi þakka þessa góðu frjósemi að nýlega var farið yfir allt rafmagn í fjárhúsunum og það lagað. „Rollurnar eru mun rólegri eftir að rafmagnið var tekið í gegn og þeim virðist líða betur.“  

Skylt efni: Gemlingur | tvílembingar

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...