Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri ásamt Frökk og tvílembingunum.
Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri ásamt Frökk og tvílembingunum.
Fréttir 22. apríl 2015

Gemlingurinn Frökk bar tveimur gimbrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sá fáheyrði atburður átti sér stað á bænum Eysteinseyri við Tálknafjörð að gemlingur sem kallast Frökk bar tveimur lömbum 27. mars síðastliðinn.

Frökk er fædd 15. maí 2014 og því innan við ársgömul. Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri, segist hafa haft samband við Ólaf R. Dýrmundsson sem hefur rannsakað mest gangmál og burðartíma á íslensku sauðfé. „Ólafur sagðist ekki muna eftir að gemlingur fæddur á þessum árstíma hafi borið svona snemma.“

Annars er það að frétta af fjárstofni á Eysteinseyri að eftir fósturtalningu í mars töldust 179 fóstur í 73 fullorðnum ám og 21 gemlingi og engin í hópnum reyndist vera geld. Marinó segir að hugsanlega megi þakka þessa góðu frjósemi að nýlega var farið yfir allt rafmagn í fjárhúsunum og það lagað. „Rollurnar eru mun rólegri eftir að rafmagnið var tekið í gegn og þeim virðist líða betur.“  

Skylt efni: Gemlingur | tvílembingar

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...