Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri ásamt Frökk og tvílembingunum.
Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri ásamt Frökk og tvílembingunum.
Fréttir 22. apríl 2015

Gemlingurinn Frökk bar tveimur gimbrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sá fáheyrði atburður átti sér stað á bænum Eysteinseyri við Tálknafjörð að gemlingur sem kallast Frökk bar tveimur lömbum 27. mars síðastliðinn.

Frökk er fædd 15. maí 2014 og því innan við ársgömul. Marinó Bjarnason, bóndi á Eysteinseyri, segist hafa haft samband við Ólaf R. Dýrmundsson sem hefur rannsakað mest gangmál og burðartíma á íslensku sauðfé. „Ólafur sagðist ekki muna eftir að gemlingur fæddur á þessum árstíma hafi borið svona snemma.“

Annars er það að frétta af fjárstofni á Eysteinseyri að eftir fósturtalningu í mars töldust 179 fóstur í 73 fullorðnum ám og 21 gemlingi og engin í hópnum reyndist vera geld. Marinó segir að hugsanlega megi þakka þessa góðu frjósemi að nýlega var farið yfir allt rafmagn í fjárhúsunum og það lagað. „Rollurnar eru mun rólegri eftir að rafmagnið var tekið í gegn og þeim virðist líða betur.“  

Skylt efni: Gemlingur | tvílembingar

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...