Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sælkerapoppkornið Ástrík Poppkorn. Ásthildur Björgvinsdóttir þróaði það heima hjá sér í eldhúsinu en færði sig svo yfir í Matarsmiðju Matís fyrir framleiðsluna.
Sælkerapoppkornið Ástrík Poppkorn. Ásthildur Björgvinsdóttir þróaði það heima hjá sér í eldhúsinu en færði sig svo yfir í Matarsmiðju Matís fyrir framleiðsluna.
Fréttir 2. apríl 2024

Geitapylsur, ærkjöt, geitaostar og sauðamjólkurís

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matarmarkaður smáframleiðenda matvæla var haldinn á 1. hæð aðalbyggingar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri 7. mars.þar sem gestir gátu nælt sér í margvíslegar krásir úr smiðju matarfrumkvöðla úr þéttbýli og af landsbyggðinni.

Markaðurinn var haldinn í kjölfar málþingsins Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu, þar sem Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla, fór yfir stöðu og horfur fyrir sína félagsmenn. Íþyngjandi regluverk utan um þessa tegund matvælaframleiðslu er talin vera helsta ógnin og hamlar frekari framþróun.

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð árið 2019 og þar innanborðs eru bændur úr félagsskapnum Beint frá býli sem stofnaður var árið 2008. Af þeim 208 framleiðslufyrirtækjum sem eru í samtökunum eru 75 prósent á landsbyggðinni en 25 prósent á höfuðborgarsvæðinu.

Á markaðinum mátti meðal annars finna geita-, lamba- og ærkjöt í ýmsum myndum, pylsur, paté, kæfur, ostar, sinnep, síróp og hlaup, krydd, hvítlaukssalt, sveppasalt, harðfisksnakk, sultur og marmelaði, te, drykkir úr íslenskum jurtum og skógarafurðum, sælkerapoppkorn, frostþurrkað sælgæti, bakkelsi, konfekt og ís. Bændur og smáframleiðendur eru með ýmislegt annað handverk á sínum prjónum en matvæli og á markaðnum mátti einnig finna sápur, krem, gærur, sauða- og geitaband, uppskriftir og prjónapakka.

9 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...