Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Fréttir 29. október 2018

Geigvænleg fækkun skordýra

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samkvæmt nýrri rannsókn í Þýskalandi hefur skordýrum þar í landi fækkað um þrjá fjórðu á síðustu 25 árum. Svo mikil fækkun hefur alvarlegar afleiðingar fyrir lífkerfið í heild. 
 
Skordýr af öllum stærðum og gerðum eru nauðsynlegur hluti af vistkerfinu hvort  sem það eru frjóberar eða fæða fyrir fugla og önnur dýr. Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾ á síðustu 26 árum. Reikna má með að tölur um fækkun skordýra í öðrum löndum séu svipaðar. Helsta orsök fækkunarinnar er sögð vera notkun á skordýraeitri og breytingar í veðri af völdum hlýnunar jarðar. Aukinn landbúnaður, sem óhjákvæmilega dregur úr líffræðilegri fjölbreytni, er einnig sagður drjúg ástæða fyrir fækkun skordýra. 
 
Skordýrafræðingar víða um heim hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir fækkun skordýra í heiminum og segja að ef fækkun þeirra haldi áfram verði afleiðingarnar geigvænlegar. Þeir segja að til að rétta hlut skordýra verði að friða stór landsvæði fyrir þau og helst að gera landbúnaðarland fjölbreyttara með fjölbreyttari ræktun. 
 
Það sem gerir niðurstöðu rannsóknarinnar enn ógnvænlegri er að hún fór að mestu fram á náttúruverndarsvæðum og friðlandi þar sem búast má við að finna meira af skordýrum en í borgum og á landi sem notað er undir landbúnað og ræktun. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...