Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾.
Fréttir 29. október 2018

Geigvænleg fækkun skordýra

Höfundur: Vilmundur Hansen
Samkvæmt nýrri rannsókn í Þýskalandi hefur skordýrum þar í landi fækkað um þrjá fjórðu á síðustu 25 árum. Svo mikil fækkun hefur alvarlegar afleiðingar fyrir lífkerfið í heild. 
 
Skordýr af öllum stærðum og gerðum eru nauðsynlegur hluti af vistkerfinu hvort  sem það eru frjóberar eða fæða fyrir fugla og önnur dýr. Nýleg rannsókn á fjölda skordýra í Þýskalandi sýnir að fjöldi þeirra hefur dregist saman um allt að ¾ á síðustu 26 árum. Reikna má með að tölur um fækkun skordýra í öðrum löndum séu svipaðar. Helsta orsök fækkunarinnar er sögð vera notkun á skordýraeitri og breytingar í veðri af völdum hlýnunar jarðar. Aukinn landbúnaður, sem óhjákvæmilega dregur úr líffræðilegri fjölbreytni, er einnig sagður drjúg ástæða fyrir fækkun skordýra. 
 
Skordýrafræðingar víða um heim hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir fækkun skordýra í heiminum og segja að ef fækkun þeirra haldi áfram verði afleiðingarnar geigvænlegar. Þeir segja að til að rétta hlut skordýra verði að friða stór landsvæði fyrir þau og helst að gera landbúnaðarland fjölbreyttara með fjölbreyttari ræktun. 
 
Það sem gerir niðurstöðu rannsóknarinnar enn ógnvænlegri er að hún fór að mestu fram á náttúruverndarsvæðum og friðlandi þar sem búast má við að finna meira af skordýrum en í borgum og á landi sem notað er undir landbúnað og ræktun. 
Guðjón ráðinn til Ísey
Fréttir 19. september 2024

Guðjón ráðinn til Ísey

Guðjón Auðunsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ísey útflutnings ehf.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...