Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Garnaveiki í sauðfé í Mývatnssveit
Fréttir 11. mars 2015

Garnaveiki í sauðfé í Mývatnssveit

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið var garnaveiki staðfest á bæ í Skútustaðahreppi sem er í Skjálfandahólfi. Bóndinn greindi einkenni í tveimur kindum, kallaði til dýralækni og í kjölfarið var sent sýni á Keldur og var veikin staðfest í liðinni viku. Síðast greindist garnaveiki í Skútustaðahreppi árið 2013.

Garnaveiki er tilkynningaskyldur sjúkdómur af völdum bakteríunnar Mycobacterium paratuberculosis sem er náskyld berklabakteríunni. Smitið berst með saur en bakterían leggst einkum á slímhúð mjógirnis þar sem hún veldur langvinnum bólgum.  Einkenni koma fram um það bil einu til tveimur árum eftir smit og og lýsa sér helst í vanþrifum og skitu, og geta í sumum tilvikum dregið kindur til dauða.  Þekkt er að heilbrigðir smitberar geti viðhaldið sjúkdómnum á sauðfjárbúum.

Engin lækning er þekkt við garnaveiki. Þó er hægt að bólusetja gegn sjúkdómnum en skylt er að bólusetja fé á þeim svæðum landsins þar sem hún er landlæg. Einnig er óheimilt að flytja sauðfé, geitur eða nautgripi til lífs frá garnaveikibæjum í tíu ár frá síðustu greiningu sjúkdómsins á viðkomandi bæ. Mikilvægt er að huga að því að smit getur borist með landbúnaðartækjum, heyi, áburði o.fl. en flutningur á öllu slíku frá garnaveikibæjum er einnig óheimill.

 

Skylt efni: Sauðfé | garnaveiki

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...