Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Garnaveiki í sauðfé í Mývatnssveit
Fréttir 11. mars 2015

Garnaveiki í sauðfé í Mývatnssveit

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýverið var garnaveiki staðfest á bæ í Skútustaðahreppi sem er í Skjálfandahólfi. Bóndinn greindi einkenni í tveimur kindum, kallaði til dýralækni og í kjölfarið var sent sýni á Keldur og var veikin staðfest í liðinni viku. Síðast greindist garnaveiki í Skútustaðahreppi árið 2013.

Garnaveiki er tilkynningaskyldur sjúkdómur af völdum bakteríunnar Mycobacterium paratuberculosis sem er náskyld berklabakteríunni. Smitið berst með saur en bakterían leggst einkum á slímhúð mjógirnis þar sem hún veldur langvinnum bólgum.  Einkenni koma fram um það bil einu til tveimur árum eftir smit og og lýsa sér helst í vanþrifum og skitu, og geta í sumum tilvikum dregið kindur til dauða.  Þekkt er að heilbrigðir smitberar geti viðhaldið sjúkdómnum á sauðfjárbúum.

Engin lækning er þekkt við garnaveiki. Þó er hægt að bólusetja gegn sjúkdómnum en skylt er að bólusetja fé á þeim svæðum landsins þar sem hún er landlæg. Einnig er óheimilt að flytja sauðfé, geitur eða nautgripi til lífs frá garnaveikibæjum í tíu ár frá síðustu greiningu sjúkdómsins á viðkomandi bæ. Mikilvægt er að huga að því að smit getur borist með landbúnaðartækjum, heyi, áburði o.fl. en flutningur á öllu slíku frá garnaveikibæjum er einnig óheimill.

 

Skylt efni: Sauðfé | garnaveiki

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...