Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ársframleiðsla Jarðarberjalands er fyrir bí eftir að óveðrið í nótt.
Ársframleiðsla Jarðarberjalands er fyrir bí eftir að óveðrið í nótt.
Mynd / Hólmfríður Geirsdóttir
Fréttir 22. febrúar 2022

Garðyrkjustöð eyðilagðist í óveðrinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Húsnæði garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Biskupstungum eyðilagðist í illviðrinu sem gekk yfir landið í gær og nótt.

Gróðurhúsið var 2000 fm stórt og innihélt 18.200 plöntur. Mynd/HG

Gróðurhúsið var 2.000 fm stórt og innhélt 18.200 jarðarberjaplöntur. „Við fórum niður að stöð um leið og hægt var, þegar aðeins lægði, upp úr miðnætti. Þá var húsið farið,“ segir Steinar Ástráður Jensen annar eigandi stöðvarinnar. Ekki liggur fyrir heildartjón á þessum tímapunkti en ljóst er að ræktunarár stöðvarinnar er fyrir bí.

Ársframleiðsla stöðvarinnar er rúm 30 tonn af berjum. Mynd/HG

„Það munu engin ber koma héðan út þetta ár og fram á mitt næsta ár að minnsta kosti. Við vorum búin að stilla upp í heilsársræktun og frá okkur fara vikulega 4-500 kg á veturna og 1.000-1.500 á sumrin,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, sem einnig á stöðina, en ársframleiðsla Jarðarberjalands er rúm 30 tonn af berjum á ári.

Þau segja að nú taki við að ræða við tryggingarfélagið en ljóst sé að þau hafi misst sína starfsstöð alla og endurreisa þurfi húsnæðið til að koma rekstrinum aftur af stað.

Hér má sjá myndband sem Hólmfríður tók af aðstæðunum í morgun.

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...