Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ársframleiðsla Jarðarberjalands er fyrir bí eftir að óveðrið í nótt.
Ársframleiðsla Jarðarberjalands er fyrir bí eftir að óveðrið í nótt.
Mynd / Hólmfríður Geirsdóttir
Fréttir 22. febrúar 2022

Garðyrkjustöð eyðilagðist í óveðrinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Húsnæði garðyrkjustöðvarinnar Jarðarberjalands í Biskupstungum eyðilagðist í illviðrinu sem gekk yfir landið í gær og nótt.

Gróðurhúsið var 2000 fm stórt og innihélt 18.200 plöntur. Mynd/HG

Gróðurhúsið var 2.000 fm stórt og innhélt 18.200 jarðarberjaplöntur. „Við fórum niður að stöð um leið og hægt var, þegar aðeins lægði, upp úr miðnætti. Þá var húsið farið,“ segir Steinar Ástráður Jensen annar eigandi stöðvarinnar. Ekki liggur fyrir heildartjón á þessum tímapunkti en ljóst er að ræktunarár stöðvarinnar er fyrir bí.

Ársframleiðsla stöðvarinnar er rúm 30 tonn af berjum. Mynd/HG

„Það munu engin ber koma héðan út þetta ár og fram á mitt næsta ár að minnsta kosti. Við vorum búin að stilla upp í heilsársræktun og frá okkur fara vikulega 4-500 kg á veturna og 1.000-1.500 á sumrin,“ segir Hólmfríður Geirsdóttir, sem einnig á stöðina, en ársframleiðsla Jarðarberjalands er rúm 30 tonn af berjum á ári.

Þau segja að nú taki við að ræða við tryggingarfélagið en ljóst sé að þau hafi misst sína starfsstöð alla og endurreisa þurfi húsnæðið til að koma rekstrinum aftur af stað.

Hér má sjá myndband sem Hólmfríður tók af aðstæðunum í morgun.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...