Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Garðyrkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda
Fréttir 26. júní 2014

Garðyrkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Garðyrkja á Íslandi bindur tífalt magn gróðurhúsaloftegunda á við það sem hún losar. Samkvæmt mati er binding garðyrkjunnar á koltvísýringi um 4.000 tonn á ári á meðan losun í greininni er um 440 tonn.

Þetta kemur fram í mati Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar sem gert var að beiðni Sambands garðyrkjubænda. Matið byggir á erlendum rannsóknum og upplýsingum frá sambandinu og Sölufélagi garðyrkjumanna. Niðurstaða matsins er að flutningu matjurta frá framleiðenda á markað valdi losun á koltvísýringi sem nemur 220 tonnum. Losun vegna annarra þátta framleiðslunnar sé jafnmikill. Á sama tíma bindi ræktunin um 4.000 tonn af koltvísýringi.

Fram til ársins 2020 þarf Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 31 prósent. Rætt hefur verið um mikilvægi aukinnar skógræktar og landgræðslu í þeim efnum, þ.e. hvað varðar bindingu á gróðurhúsalofttegundum umfram losun. Hins vegar hefur samdráttur í framlögum skógræktar frá efnahagshruni valdið því að dregið hefur úr skógrækt sem hafa mun áhrif á framtíðar bindingu. Því er ljóst að garðyrkja hefur hlutverki að gegna í þessum efnum og hugsanlega væri hægt að auka vægi hennar enn frekar til framtíðar.

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands