Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Garðyrkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda
Fréttir 26. júní 2014

Garðyrkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Garðyrkja á Íslandi bindur tífalt magn gróðurhúsaloftegunda á við það sem hún losar. Samkvæmt mati er binding garðyrkjunnar á koltvísýringi um 4.000 tonn á ári á meðan losun í greininni er um 440 tonn.

Þetta kemur fram í mati Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar sem gert var að beiðni Sambands garðyrkjubænda. Matið byggir á erlendum rannsóknum og upplýsingum frá sambandinu og Sölufélagi garðyrkjumanna. Niðurstaða matsins er að flutningu matjurta frá framleiðenda á markað valdi losun á koltvísýringi sem nemur 220 tonnum. Losun vegna annarra þátta framleiðslunnar sé jafnmikill. Á sama tíma bindi ræktunin um 4.000 tonn af koltvísýringi.

Fram til ársins 2020 þarf Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 31 prósent. Rætt hefur verið um mikilvægi aukinnar skógræktar og landgræðslu í þeim efnum, þ.e. hvað varðar bindingu á gróðurhúsalofttegundum umfram losun. Hins vegar hefur samdráttur í framlögum skógræktar frá efnahagshruni valdið því að dregið hefur úr skógrækt sem hafa mun áhrif á framtíðar bindingu. Því er ljóst að garðyrkja hefur hlutverki að gegna í þessum efnum og hugsanlega væri hægt að auka vægi hennar enn frekar til framtíðar.

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...