Garðyrkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda
Garðyrkja á Íslandi bindur tífalt magn gróðurhúsaloftegunda á við það sem hún losar. Samkvæmt mati er binding garðyrkjunnar á koltvísýringi um 4.000 tonn á ári á meðan losun í greininni er um 440 tonn.
Þetta kemur fram í mati Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar sem gert var að beiðni Sambands garðyrkjubænda. Matið byggir á erlendum rannsóknum og upplýsingum frá sambandinu og Sölufélagi garðyrkjumanna. Niðurstaða matsins er að flutningu matjurta frá framleiðenda á markað valdi losun á koltvísýringi sem nemur 220 tonnum. Losun vegna annarra þátta framleiðslunnar sé jafnmikill. Á sama tíma bindi ræktunin um 4.000 tonn af koltvísýringi.
Fram til ársins 2020 þarf Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 31 prósent. Rætt hefur verið um mikilvægi aukinnar skógræktar og landgræðslu í þeim efnum, þ.e. hvað varðar bindingu á gróðurhúsalofttegundum umfram losun. Hins vegar hefur samdráttur í framlögum skógræktar frá efnahagshruni valdið því að dregið hefur úr skógrækt sem hafa mun áhrif á framtíðar bindingu. Því er ljóst að garðyrkja hefur hlutverki að gegna í þessum efnum og hugsanlega væri hægt að auka vægi hennar enn frekar til framtíðar.