Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Garðyrkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda
Fréttir 26. júní 2014

Garðyrkja gegn losun gróðurhúsalofttegunda

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Garðyrkja á Íslandi bindur tífalt magn gróðurhúsaloftegunda á við það sem hún losar. Samkvæmt mati er binding garðyrkjunnar á koltvísýringi um 4.000 tonn á ári á meðan losun í greininni er um 440 tonn.

Þetta kemur fram í mati Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar sem gert var að beiðni Sambands garðyrkjubænda. Matið byggir á erlendum rannsóknum og upplýsingum frá sambandinu og Sölufélagi garðyrkjumanna. Niðurstaða matsins er að flutningu matjurta frá framleiðenda á markað valdi losun á koltvísýringi sem nemur 220 tonnum. Losun vegna annarra þátta framleiðslunnar sé jafnmikill. Á sama tíma bindi ræktunin um 4.000 tonn af koltvísýringi.

Fram til ársins 2020 þarf Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 31 prósent. Rætt hefur verið um mikilvægi aukinnar skógræktar og landgræðslu í þeim efnum, þ.e. hvað varðar bindingu á gróðurhúsalofttegundum umfram losun. Hins vegar hefur samdráttur í framlögum skógræktar frá efnahagshruni valdið því að dregið hefur úr skógrækt sem hafa mun áhrif á framtíðar bindingu. Því er ljóst að garðyrkja hefur hlutverki að gegna í þessum efnum og hugsanlega væri hægt að auka vægi hennar enn frekar til framtíðar.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...