Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Garður
Bærinn okkar 19. nóvember 2015

Garður

Foreldrar Soffíu keyptu jörðina 1973 og byggðu hana upp, en hún hafði þá verið í eyði í nokkur ár. 
Árið 1997 fluttum við frá Reyðarfirði og tókum við búi af Björgvini og Margréti. Haustið 2014 tókum við í notkun 320 fm fjárhús, lögðum af gamalt hús í staðinn og fjölguðum við fénu aðeins með tilkomu þess.
 
Býli:  Garður.
 
Staðsett í sveit:  Þistilfjörður í Norður-Þingeyjarsýslu.
 
Ábúendur: Soffía Björgvinsdóttir og Jónas Pétur Bóasson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum þrjú börn, Björgvin Búa, 26 ára, í sambúð með Kristrúnu Sif Kristinsdóttur og eiga þau dóttur.  Bóas Inga, 25 ára, í sambúð með Evu Björk Björnsdóttur og Margréti Brá, 17 ára, framhaldsskólanema. Páfagaukar eru tveir; Dissa og Konráð.
 
Stærð jarðar?  2.500 ha auk 4.000 ha sem óbyggðanefnd stal fyrir hönd íslenska ríkisins.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 540 kindur, 4 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Verkefnin eru árstíðabundin, gegningar á vetrum tvisvar á dag, sauðburður á vorin, heyskapur á sumrin, göngur og réttir að hausti. Girðingar og viðhald húsa þegar viðrar til verka. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og heyskapur í góðu veðri er alltaf skemmtilegur, öll verk verða óskemmtileg þegar illa gengur, t.d. vegna veðurs og bilana.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og í dag.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Pass. Vonandi tekst mönnum vel upp í komandi samningaviðræðum, fyrir hönd bænda, við gerð nýs búvörusamnings.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Selja íslenskar landbúnaðarvörur sem lúxusvöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, skyr og álegg (lambakjötið geymt í frysti).
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kryddaðar bógsteikur frá Fjallalambi.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það varð þann 5.desember 2014, þegar fyrstu kindurnar voru hýstar í nýja fjárhúsinu.

4 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...