Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Garður
Bóndinn 19. nóvember 2015

Garður

Foreldrar Soffíu keyptu jörðina 1973 og byggðu hana upp, en hún hafði þá verið í eyði í nokkur ár. 
Árið 1997 fluttum við frá Reyðarfirði og tókum við búi af Björgvini og Margréti. Haustið 2014 tókum við í notkun 320 fm fjárhús, lögðum af gamalt hús í staðinn og fjölguðum við fénu aðeins með tilkomu þess.
 
Býli:  Garður.
 
Staðsett í sveit:  Þistilfjörður í Norður-Þingeyjarsýslu.
 
Ábúendur: Soffía Björgvinsdóttir og Jónas Pétur Bóasson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum þrjú börn, Björgvin Búa, 26 ára, í sambúð með Kristrúnu Sif Kristinsdóttur og eiga þau dóttur.  Bóas Inga, 25 ára, í sambúð með Evu Björk Björnsdóttur og Margréti Brá, 17 ára, framhaldsskólanema. Páfagaukar eru tveir; Dissa og Konráð.
 
Stærð jarðar?  2.500 ha auk 4.000 ha sem óbyggðanefnd stal fyrir hönd íslenska ríkisins.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 540 kindur, 4 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Verkefnin eru árstíðabundin, gegningar á vetrum tvisvar á dag, sauðburður á vorin, heyskapur á sumrin, göngur og réttir að hausti. Girðingar og viðhald húsa þegar viðrar til verka. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður og heyskapur í góðu veðri er alltaf skemmtilegur, öll verk verða óskemmtileg þegar illa gengur, t.d. vegna veðurs og bilana.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og í dag.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Pass. Vonandi tekst mönnum vel upp í komandi samningaviðræðum, fyrir hönd bænda, við gerð nýs búvörusamnings.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Selja íslenskar landbúnaðarvörur sem lúxusvöru.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, skyr og álegg (lambakjötið geymt í frysti).
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kryddaðar bógsteikur frá Fjallalambi.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það varð þann 5.desember 2014, þegar fyrstu kindurnar voru hýstar í nýja fjárhúsinu.

4 myndir:

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.