Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Garðakot
Bóndinn 15. nóvember 2018

Garðakot

Garðakot hefur verið í fjölskyldueign frá 1948 þegar Oddný Egilsdóttir og Ragnar Björnsson keyptu og byggðu upp jörðina og reistu meðal annars básafjós 1963. Árið 1980 komu Pálmi, sonur þeirra, og Ása Sigurrós Jakobsdóttir inn í búskapinn og keyptu svo jörðina 1990. 

Ása og Pálmi bjuggu í Garðakoti ásamt börnum sínum, Jakobi Smára, Magneu Jónu, Oddnýju Rögnu og Sigríði Ingibjörgu. Þau byggðu íbúðarhús 1980 og nýtt fjós 2006 með DeLaval mjaltaþjóni. Árið 2017 keyptu Jakob Smári og Katharina jörðina.

Býli:  Garðakot.

Staðsett í sveit:  Í Hjaltadal, Skagafirði.

Ábúendur: Jakob Smári Pálmason og Katharina Sommermeier og börnin þeirra, Greta Berglind, 8 ára og Anton Fannar, 5 ára.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sem sagt fjórir ábúendur og ein og ein óumbeðin mús eða refur.

Stærð jarðar?  Garðakot er um 180 ha stór jörð, þar af eru 42 ha ræktað land en við heyjum líka aðrar jarðir, allt í allt um 90 ha.

Gerð bús? Mjólkurbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 70 árskýr, kálfar og kvígur og 25 hross til skemmtunar.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur er ekki til hjá róbótabændum. Mismunandi er hvenær er farið í fjós og hvaða verkefni falla til. Fjóstíminn er misjafn eftir því hvað þarf að sinna mörgum gripum hverju sinni og kálfum sem þarf að kenna á kálfafóstruna. Svo fer alltaf þó nokkur tími í þrif og önnur tilfallandi fjósstörf. Kvöldfjósið er þó yfirleitt reynt að drífa af. Þess utan þarf að sinna öðrum hefðbundnum og óhefðbundnum bústörfum sem eru misjöfn eftir árstíðum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er heyskapur og þegar allt gengur vel í fjósinu. Leiðinlegastar eru næturvaktir við burð eða slíkt.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Mögulega að byggja geldneytisaðstöðu við nýja fjósið til að geta haft allt undir sama þaki. Eins og er þá eru eldri kálfarnir og kvígurnar enn þá í gamla fjósinu. Þá mundum við líka ala upp nautin því við eigum nóg hey. Eða við byggjum bara reiðskemmu við hesthúsið að gamni okkar.

Við ætlum ekki að bæta við okkur kúm eða öðrum mjaltaþjóni en það má alltaf betrumbæta vinnumhverfi og velferð dýra.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Okkur finnst kvótakerfið ómissandi því það stuðlar að öryggi og vissu í mjólkurbúskapnum. Einnig finnst okkur rödd bænda lítið heyrast í umræðunni.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vakna Íslendingar til lífsins og sjá hvað íslenski landbúnaðurinn býður upp á heilbrigðar gæðavörur enda er grasið sjaldnast grænna hinum megin. Hvað getur verið meira umhverfisvænt en að versla í heimabyggð? 

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?   Íslenskar landbúnaðarvörur eru einstakar á heimsvísu sökum heilbrigðis og lítillar lyfjanotkunar. Það er einna helst að markaðssetja vörurnar þannig erlendis og ná litlum mörkuðum fyrir dýrar gæðavörur. Við náum hvort sem er ekki að anna stórum markaðssvæðum erlendis sökum smæðar okkar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk úr tanknum, egg, rjómi, smjör og lýsi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Bjúgu, slátur, pitsa og grjónagrautur hjá börnunum, en fiskur, lambalæri og svið hjá foreldrunum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Laufskálaréttir 2017. Þegar sungið var sem mest sluppu kálfarnir og bauluðu fyrir utan glugga í þokunni. Þetta var bæði dularfullt og ótrúlega fyndið.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...