Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gangið eftir svörum
Mynd / BBL
Skoðun 5. október 2017

Gangið eftir svörum

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson
Fram undan er snörp kosningabarátta. Á þessum rúmum þremur vikum sem eru til kosninga munu fulltrúar framboða, sem gætu náð að fylla tuginn á landsvísu, reyna að sannfæra okkur öll um ágæti sinna hugmynda. Þar á meðal verður talað til bænda og landsbyggðarfólks eins og annarra.  
 
Ég vil hvetja þá sem þetta lesa til að mæta á framboðsfundi og á aðrar uppákomur þar sem tækifæri gefst til að ræða við það fólk sem vill vinna fyrir land og þjóð. En það ætti ekki að vera eingöngu til að hlusta á ræður og þiggja veitingar, heldur til að ganga eftir skýrum svörum um sýn framboðanna á málefni landbúnaðarins og landsbyggðanna. Mörg mál mætti þar nefna – til dæmi eftirfarandi:
  • Hver er stefnan í málefnum sauðfjárbænda? Vill framboðið grípa til einhverra aðgerða vegna þess vanda sem þar er uppi? Á að beita sér fyrir einhverri breytingu á umgjörð á sölu sauðfjárafurða, svo sem með því að taka upp möguleika á sveiflujöfnum eins og tíðkast víða erlendis?
  • Hverjar eru áherslur framboðsins við endurskoðun búvörusamninga? Við erum að fara inn í endurskoðun samninganna á árinu 2019.  Hverju vill framboðið breyta við þá endurskoðun og í hvaða tilgangi?
  • Hver er skoðun framboðsins á rekstrarumhverfi mjólkurframleiðslunnar? Sér það fyrir sér breytingar á því og þá hverjar og á hvaða forsendum?
  • Hver er afstaða framboðsins til tollverndar í landbúnaði? Á að nýta hana áfram, tryggja að hún þjóni tilgangi sínum eða breyta henni? Ef draga á úr tollvernd, styðja menn þá að beinn stuðningur aukist á móti?
  • Hver er afstaða framboðsins til upprunamerkinga á matvörum? Hvernig telur framboðið að ástand merkinga sé í dag og er frekari aðgerða þörf? Styður framboðið merkingar þar sem fram komi enn frekari upplýsingar, svo sem um framleiðsluaðstæður, dýravelferð, lyfjanotkun, umhverfisfótspor og aðra áhrifaþætti?
  • Hvernig metur framboðið ástand innviða í hinum dreifðu byggðum, svo sem vega, póstþjónustu, fjarskipta, flutningskerfis raforku og annarrar samfélagsþjónustu? Á að beita sér fyrir einhverjum breytingum þar, þá hverjum og á hvað löngum tíma?
Hvernig metur framboðið samkeppnisstöðu landbúnaðarins? Hvar er hún best og hvar er hún lökust og hvernig sér það þróun mála fyrir sér til framtíðar? Á að leggja áherslu á sem lægst verð eða er annað í forgangi? Er landbúnaðarstefna og byggðastefna það sama að mati framboðsins?  
 
Margt fleira mætti nefna og víða eru auðvitað staðbundin mál þar til viðbótar. En það skiptir verulegu máli að bændur og landsbyggðarfólk spyrji framboðin gagnrýninna spurninga á þessum stutta tíma sem kosningabaráttan stendur og gangi eftir því að svarað sé skýrt og greinilega. Síðan verðum við að vona að kosningarnar skili þeirri niðurstöðu að hægt verði að mynda ríkisstjórn fljótt og vel sem njóti trausts bæði inn á við og út á við. Við vonumst auðvitað til að það verði ríkisstjórn sem hafi skilning á málefnum bænda og landsbyggðanna, en valdið er kjósendanna og þannig á það að vera.
 
Skipan nýrrar verðlagsnefndar búvöru 
 
Síðustu daga hefur verið mikil umræða innan landbúnaðarins og víðar um skipan nýrrar verðlagsnefndar búvöru. Nefndin ákveður verð á mjólk til bænda sem og heildsöluverð á mjólk til vinnslu, drykkjarmjólk, rjóma og smjöri og nokkrum öðrum mjólkurafurðum. Aðrar landbúnaðarafurðir eru ekki verðlagðar með opinberum hætti. Í nefndinni hafa setið fulltrúar bænda, mjólkuriðnaðarins, launþega og stjórnvalda. 
Mikilvægt þótti að launþegar kæmu þar að enda er hér um nauðsynjavörur að ræða og mjólkuriðnaðurinn hefur leyfi til að skipuleggja sig sem eina heild – í hagræðingarskyni, en ræður ekki verði afurða sinna á móti. Átök hafa oft verið um verðákvarðanir. Mörg dæmi eru um að hagsmunir launþega hafi þar ráðið för. Árið 2015 ákváðu ASÍ og BSRB að hætta að tilnefna í nefndina. Þá var umframeftirspurn eftir mjólk og samtökin völdu að halda ekki samstarfinu áfram, en tóku þó fram eftirfarandi í tilkynningu: 
„Í nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur skýrt fram að starf verðlagsnefndar búvara hefur verið farsælt og til hagsbóta fyrir bæði neytendur og bændur. Niðurstaða nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er á sama veg.“ Undir það skal tekið hér.
 
Við þetta féll tilnefningarrétturinn til ráðherra félagsmála sem reyndi að finna fólk með bakgrunn í launþegahreyfingunni þó þeir væru ekki fulltrúar ASÍ eða BSRB. Þeir fulltrúar voru, þar til nú, annars vegar skrifstofustjóri Verkalýðsfélags Akraness sem kom af almenna vinnumarkaðnum og hins vegar þáverandi formaður Samtaka slökkviliðs- og sjúkraflutninga­manna af opinbera markaðnum. Formaðurinn var embættismaður af landbúnaðar­skrifstofu atvinnuvegaráðuneytisins. Fulltrúar núverandi ráðherra hafa ekki tengingu við samtök launþega  (prófessor og lögmaður sem er einn eigenda stofunnar þar sem hún starfar). Formaður er svo hagfræðingur hagsmunasamtaka fyrirtækja sem eru helst þekkt fyrir að berjast fyrir aukinni markaðshyggju. Þetta eru alltént ekki fulltrúar sömu sjónarmiða. Auk þess er gengið framhjá þeirri þekkingu sem til er á málaflokknum í ráðuneytinu. Ráðherrar Viðreisnar hafa talað mikið um sjónarmið neytenda. Ekki varð þó vart við að samtökum neytenda væri boðin nein aðkoma að þessari uppstokkun.
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...