Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lúpína, Landgræðslan
Lúpína, Landgræðslan
Fréttir 12. mars 2018

Gamlir lúpínuakrar til leigu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi fyrir að brjóta nýtt land til ræktunar hefur aukist hér á landi. Í eigu Landgræðslu Íslands er land sem hæglega er hægt að nota í þessum tilgangi og því hefur Landgræðslan ákveðið að leigja óbrotið land til ræktunar í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.

Reynir Þorsteinsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Landgræðslunnar, segir á heimasíðu Landgræðslunnar að auðvelt sé að koma við stórum vinnuvélum á þessum svæðum sem eru slétt og víðfeðm. „Um er að ræða gamla lúpínuakra sem hættir eru að þjóna tilgangi sínum en eru hentugir til annars konar ræktunar svo sem fyrir korn eða tún. Í Gunnarsholti eru tugir hektara, þar sem áður voru lúpínuakrar, komnir í korn eða túnrækt.“

Leiguverð er samkvæmt gjaldskrá Landgræðslunnar. Umsóknir skal senda á netfangið reynir@land.is og er umsóknarfrestur til 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Reynir í síma 892-1347. Einnig getur fólk sent fyrirspurnir á netfangið reynir@land.is.

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...