Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lúpína, Landgræðslan
Lúpína, Landgræðslan
Fréttir 12. mars 2018

Gamlir lúpínuakrar til leigu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi fyrir að brjóta nýtt land til ræktunar hefur aukist hér á landi. Í eigu Landgræðslu Íslands er land sem hæglega er hægt að nota í þessum tilgangi og því hefur Landgræðslan ákveðið að leigja óbrotið land til ræktunar í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.

Reynir Þorsteinsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Landgræðslunnar, segir á heimasíðu Landgræðslunnar að auðvelt sé að koma við stórum vinnuvélum á þessum svæðum sem eru slétt og víðfeðm. „Um er að ræða gamla lúpínuakra sem hættir eru að þjóna tilgangi sínum en eru hentugir til annars konar ræktunar svo sem fyrir korn eða tún. Í Gunnarsholti eru tugir hektara, þar sem áður voru lúpínuakrar, komnir í korn eða túnrækt.“

Leiguverð er samkvæmt gjaldskrá Landgræðslunnar. Umsóknir skal senda á netfangið reynir@land.is og er umsóknarfrestur til 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Reynir í síma 892-1347. Einnig getur fólk sent fyrirspurnir á netfangið reynir@land.is.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...