Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki.
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki.
Fréttir 11. apríl 2016

Gamli barnaskólinn til sölu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarfélagið Skagafjörður leitar eftir kaupendum að „gamla barnaskólahúsinu“ við Freyjugötu á Sauðárkróki. Húsið, sem byggt er árið 1946, er um 910 fermetrar að stærð að meðtöldum leikfimisal sem er um 150 fermetrar að grunnfleti. Lóðin sem húsið stendur á er um 4.500 fermetrar.
 
Það skilyrði er sett, að því er fram kemur í heimasíðu sveitarfélagsins, að með kauptilboði fylgi greinargerð um fyrirhugaða framtíðarnotkun kaupanda ásamt tímasettri framkvæmda- og fjárhagsáætlun.
 
Sveitarfélagið mun setja sem skilyrði í kaupsamningi að vinnu við frágang húss að utan, s.s. við þak, veggjaklæðningu, glugga, gler, útihurðir og lóð verði lokið innan tveggja ára frá undirritun kaupsamnings. Afsal verður gefið út eftir að fullnaðarfrágangi lóðar og hússins að utan er lokið. Frestur til að skila inn tilboðum er til 31. mars 2016. 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...