Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gamlar og nýjar ljósmyndir
Fréttir 17. mars 2016

Gamlar og nýjar ljósmyndir

Höfundur: Vilmundur Hansen
„The project Skagaströnd Review“ er rannsókna- og þróunarverkefni sem ljósmyndarinn Andrea Weder hefur unnið að undanfarið og felst í útgáfu ljósmyndaverks sem kallast Skagaströnd Review N0 1.
 
Verkið samstendur af nýlegum ljósmyndum Weber og eldri myndum sem eru í vörslu Ljósmyndasafns Skagastrandar og tengjast starfi Listamiðstöðvarinnar Nes frá stofnun hennar árið 2008. Framsetning myndanna í tímaritsformi er nýstárleg þar sem gömlum og nýjum tíma er skeytt saman á listrænan hátt. Verkefnið var að hluta unnið í Listamiðstöðinni Nes á Skagaströnd. 
 
Andrea Weber er fransk-þýskur ljósmyndari og hönnuður frá Háskólanum í Essen í Þýskalandi og École Nationale Supérieure des Beaux Arts í París. Hún hefur komið reglulega til Íslands frá árinu 2009 og dvalið nokkrum sinnum í Listamiðstöðinni Nesi á Skagaströnd og er listrænn stjórnandi og verkefnastjóri hennar í dag. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.

2 myndir:

Skylt efni: ljósmyndir

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...