Gamla bæjartorfan á Hvanneyri – undirbúningur friðlýsingar
Landbúnaðarháskóli Íslands og Minjastofnun Íslands hafa ákveðið að hefja undirbúning að friðlýsingu gömlu bæjartorfunnar á Hvanneyri ásamt minjum, flæðiengjum og fitjum á bökkum Hvítár.
Friðlýsingin mun taka til gömlu húsanna, ástýndar staðarins, mannvistarleifa, garða, minningarmarka í kirkjugarði, jarðræktarminja, flóðgarða og áveitukerfa sem tengdust engjarækt á bökkum Hvítár.
Þetta í fyrsta sinn sem fyrirhugað er að friðlýsa húsaminjar og menningarheildir.