Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.
Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.
Fréttir 19. desember 2019

Gaman að geta gert samfélaginu gagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er alltaf gaman þegar maður hefur tök á að skreppa á vertíð,“ segir Bald­ur Grétarsson, sauðfjár- og ferðaþjónustu­bóndi á Skipalæk í Fellum. Hann var kall­aður út til vinnu í rafmagns­leysinu sem upp kom í kjölfar óveðursins í liðinni viku. Baldur er gamall línumaður en hafði ekki unnið við fagið í 33 ár.

„Ég hélt ég væri búinn að gleyma þessu öllu,“ segir Baldur, en greinilega hafi allt geymst í vöðvaminninu því um leið og hann var kominn af stað, í gallann og með græjurnar hefði allt rifjast upp.
„Maður yngdist um mörg ár við þetta. Það er líka gaman að geta gert samfélaginu gagn í aðstæðum sem þessum,“ segir hann.

Baldur hefur verið við störf í Öxarfirði og var enn þegar Bændablaðið ræddi við hann í byrjun vikunnar. Raflínur þar á svæðinu voru illa farnar eftir mjög slæmt ísingaveður. Baldur var ásamt félögum sínum að vinna við byggðalínuna í Núpasveit, en hafði áður verið í Öxarfirði og á Melrakkasléttu.

Baldur var sauðfjárbóndi á Kirkjubæ í 17 ár en flutti að Skipalæk í Fellum og stundar ferðaþjónustu þar auk þess að eiga um 80 kindur. „Konan sinnir skjátunum á meðan og þetta er ekki mikill annatími í ferðaþjónustu, svo þegar leitað var til mín þá auðvitað brást ég við þeirri bón,“ segir Baldur. 

Baldur hefur greinilega engu gleymt. 

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur
Fréttir 5. nóvember 2025

Landnámsegg í Hrísey þurfa að aflífa allar hænur

Mikið áfall hefur dunið yfir hjónin og bændurna hjá Landnámseggjum ehf. í Hrísey...

Harðasti nagli norðursins í vanda
Fréttir 31. október 2025

Harðasti nagli norðursins í vanda

Snjótittlingi hefur fækkað á bilinu tvö til fimm prósent árlega á sunnanverðu há...

Hjartað varð eftir
Fréttir 31. október 2025

Hjartað varð eftir

Út er komin ljóðabók eftir Ásu Þorsteinsdóttur frá Unaósi.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f