Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.
Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.
Fréttir 19. desember 2019

Gaman að geta gert samfélaginu gagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er alltaf gaman þegar maður hefur tök á að skreppa á vertíð,“ segir Bald­ur Grétarsson, sauðfjár- og ferðaþjónustu­bóndi á Skipalæk í Fellum. Hann var kall­aður út til vinnu í rafmagns­leysinu sem upp kom í kjölfar óveðursins í liðinni viku. Baldur er gamall línumaður en hafði ekki unnið við fagið í 33 ár.

„Ég hélt ég væri búinn að gleyma þessu öllu,“ segir Baldur, en greinilega hafi allt geymst í vöðvaminninu því um leið og hann var kominn af stað, í gallann og með græjurnar hefði allt rifjast upp.
„Maður yngdist um mörg ár við þetta. Það er líka gaman að geta gert samfélaginu gagn í aðstæðum sem þessum,“ segir hann.

Baldur hefur verið við störf í Öxarfirði og var enn þegar Bændablaðið ræddi við hann í byrjun vikunnar. Raflínur þar á svæðinu voru illa farnar eftir mjög slæmt ísingaveður. Baldur var ásamt félögum sínum að vinna við byggðalínuna í Núpasveit, en hafði áður verið í Öxarfirði og á Melrakkasléttu.

Baldur var sauðfjárbóndi á Kirkjubæ í 17 ár en flutti að Skipalæk í Fellum og stundar ferðaþjónustu þar auk þess að eiga um 80 kindur. „Konan sinnir skjátunum á meðan og þetta er ekki mikill annatími í ferðaþjónustu, svo þegar leitað var til mín þá auðvitað brást ég við þeirri bón,“ segir Baldur. 

Baldur hefur greinilega engu gleymt. 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...