Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.
Baldur Grétarsson bóndi klár í slaginn. Hann var línumaður fyrir 33 árum og kallaður út til að sinna verkefnum í Öxarfirði vegna rafmagnsleysis sem kom upp í kjölfar óveðursins í síðustu viku.
Fréttir 19. desember 2019

Gaman að geta gert samfélaginu gagn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er alltaf gaman þegar maður hefur tök á að skreppa á vertíð,“ segir Bald­ur Grétarsson, sauðfjár- og ferðaþjónustu­bóndi á Skipalæk í Fellum. Hann var kall­aður út til vinnu í rafmagns­leysinu sem upp kom í kjölfar óveðursins í liðinni viku. Baldur er gamall línumaður en hafði ekki unnið við fagið í 33 ár.

„Ég hélt ég væri búinn að gleyma þessu öllu,“ segir Baldur, en greinilega hafi allt geymst í vöðvaminninu því um leið og hann var kominn af stað, í gallann og með græjurnar hefði allt rifjast upp.
„Maður yngdist um mörg ár við þetta. Það er líka gaman að geta gert samfélaginu gagn í aðstæðum sem þessum,“ segir hann.

Baldur hefur verið við störf í Öxarfirði og var enn þegar Bændablaðið ræddi við hann í byrjun vikunnar. Raflínur þar á svæðinu voru illa farnar eftir mjög slæmt ísingaveður. Baldur var ásamt félögum sínum að vinna við byggðalínuna í Núpasveit, en hafði áður verið í Öxarfirði og á Melrakkasléttu.

Baldur var sauðfjárbóndi á Kirkjubæ í 17 ár en flutti að Skipalæk í Fellum og stundar ferðaþjónustu þar auk þess að eiga um 80 kindur. „Konan sinnir skjátunum á meðan og þetta er ekki mikill annatími í ferðaþjónustu, svo þegar leitað var til mín þá auðvitað brást ég við þeirri bón,“ segir Baldur. 

Baldur hefur greinilega engu gleymt. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...