Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heilbrigðiseftirlitssvæðin eru níu talsins.
Heilbrigðiseftirlitssvæðin eru níu talsins.
Mynd / SHÍ
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri reglugerð um hollustuhætti. Breytingar um starfsleyfisskilyrði þykja íþyngjandi og ekki til þess fallnar að einfalda ferla eða minnka kostnað.

Ný reglugerð um hollustuhætti tók gildi þann 26. júlí síðastliðinn. Reglugerðin, sem er nr. 903/2024 tók við af reglugerð um hollustuhætti frá árinu 2002, með síðari breytingum. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið vakti athygli á gildistöku hennar með pósti til heilbrigðiseftirlita í ágúst. Heilbrigðisnefndir hafa tekið hana fyrir á fundum nú síðsumars.

Hryggjarstykki í starfi heilbrigðiseftirlits

Í fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurnesja segir að reglugerðin sé ein sú mikilvægasta á verksviði heilbrigðiseftirlits og ætla megi að hún snerti leyfismál meirihluta þeirra fyrirtækja sem stofnunin hefur eftirlit með, auk þess sem hún hafi að geyma ýmis ákvæði sem snerta réttindi almennings.

Nefnd eru dæmi um nokkrar breytingar á reglugerðinni: Ákvæði um fjögurra vikna auglýsingaskyldu starfsleyfa, stjórnvaldssektir gegn alvarlegri brotum, að ákvæði um hávaða hafi verið fellt út en eftirlit með leiksvæðum fjölbýlishúsa verið tekið upp og að kynjalaus salerni séu nú talin æskileg.„Nefndin telur fulla þörf á að reglugerðin fái betri kynningu meðal hagaðila, almennings og stjórnvalda og skorar á umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að gera sem fyrst bragarbót á.“

Framkvæmdastjóri heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness gerði á fundi þess grein fyrir að reglugerðin væri nokkurs konar hryggjarstykki í starfi heilbrigðiseftirlits, þar sem gerð væri grein fyrir meginverkefnum heilbrigðiseftirlitsins. Ekki væri hægt að sjá að breytingarnar sem gerðar voru séu til þess fallnar að einfalda ferla og minnka kostnað við leyfisveitingar og eftirlit. „Þannig væri nú gert ráð fyrir að auglýsa þyrfti öll starfsleyfi í fjórar vikur fyrir útgáfu og heilbrigðiseftirliti veittar fjórar vikur til að fara yfir og ganga frá starfsleyfum. Að mati framkvæmdastjóra er ný reglugerð ekki nægjanlega kynnt og ljóst að breyta þarf tilvísunum í öllum starfsleyfisskilyrðum og starfsskilyrðum svo þau séu til samræmis við nýútgefna reglugerð.“

Kallað eftir skýrum leiðbeiningum

Á sama hátt telur heilbrigðisnefnd Suðurlands reglugerðina ekki til þess fallna að einfalda ferla og minnka kostnað.

„Sem dæmi er krafa um að auglýsa öll starfsleyfi í fjórar vikur fyrir útgáfu, slíkt mun auka kostnað fyrir rekstraraðila og heilbrigðiseftirlit ásamt því að tefja fyrir afgreiðslu starfsleyfa,“ segir í fundargerð þess. Einnig segir í fundargerð heilbrigðiseftirlits Austurlands að það telji breytingarnar er varða útgáfu starfsleyfa íþyngjandi fyrir fyrirtæki sökum lengri afgreiðslufrests og muni koma til með að auka kostnað. Kallað er eftir kynningu á breytingum á reglugerðinni og skýrum leiðbeiningum um framkvæmd nýrra ákvæða.

Skylt efni: Heilbrigðiseftirlit

Sjónum beint að fiskauganu
Fréttir 12. nóvember 2024

Sjónum beint að fiskauganu

Ekki hefur enn fundist flötur á því hér á Íslandi að nýta fiskaugu sérstaklega ú...

Ný Hrútaskrá og hrútafundir
Fréttir 12. nóvember 2024

Ný Hrútaskrá og hrútafundir

Von er á prentaðri útgáfu Hrútaskrárinnar mánudaginn 18. nóvember, þar sem 54 sæ...

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti
Fréttir 12. nóvember 2024

Litafjölbreytni og æði skrautleg litaheiti

Í íslenska sauðfjárstofninum finnast ótal litaafbrigði sem Karólína Elísabetardó...

Hækkun á minkaskinnum
Fréttir 12. nóvember 2024

Hækkun á minkaskinnum

Björn Harðarson, formaður deildar loðdýrabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir ...

Land tryggt undir vindmyllusvæðin
Fréttir 11. nóvember 2024

Land tryggt undir vindmyllusvæðin

Skipulagsstofnun hefur fengið fyrirhugaðan vindorkugarð í Fljótsdalshreppi inn á...

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt
Fréttir 11. nóvember 2024

Fjárstuðningur skilar árangri í kornrækt

Erfðarannsóknir í íslenskri kornrækt sækja í sig veðrið um þessar mundir, ekki s...

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...