Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fyrstu verðskrár birtar
Fréttir 13. ágúst 2014

Fyrstu verðskrár birtar

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Sauðfjárslátrun hófst hjá sláturhúsi KVH á Hvammstanga síðastliðinn mánudag. Á sjöunda hundrað fjár var þá slátrað til að útvega kjöt í sendingar til Whole Foods verslananna í Bandaríkjunum. Áfram verður slátrað næstu tvo mánudaga á Hvammstanga en regluleg slátrun hefst þar í fyrstu viku september.

Þá gaf SKVH út verðskrá í gær fyrir slátrun haustsins. Fljótt á litið virðist verðskráin vera óbreytt frá fyrra ári að viðbættri þeirri 15 króna uppbót á kíló sem SKVH og KS greiddu út fyrr á þessu ári. Verðskráin mun einnig gilda fyrir KS en þar hefst slátrun í fyrstu viku septetmber.

Aðrir sláturleyfishafar hafa ekki gefið út verðskrár en búast má við þeim öllum um eða eftir helgi. Í samtölum við forsvarsmenn sláturleyfishafa kemur fram að reikna má með því að verðskrár verði á svipuðu róli og sú sem SKVH kynnti í gær. Flestir hinna sláturleyfishafanna munu hefja slátrun strax upp úr mánaðamótum utan SS sem hyggjast slátra 20. ágúst, 27. ágúst, 3. og 4. september og hefja svo reglulega slátrun 10. september.

Hér má nálgast verðskrá SKVH og KS.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...