Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fyrstu verðskrár birtar
Fréttir 13. ágúst 2014

Fyrstu verðskrár birtar

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Sauðfjárslátrun hófst hjá sláturhúsi KVH á Hvammstanga síðastliðinn mánudag. Á sjöunda hundrað fjár var þá slátrað til að útvega kjöt í sendingar til Whole Foods verslananna í Bandaríkjunum. Áfram verður slátrað næstu tvo mánudaga á Hvammstanga en regluleg slátrun hefst þar í fyrstu viku september.

Þá gaf SKVH út verðskrá í gær fyrir slátrun haustsins. Fljótt á litið virðist verðskráin vera óbreytt frá fyrra ári að viðbættri þeirri 15 króna uppbót á kíló sem SKVH og KS greiddu út fyrr á þessu ári. Verðskráin mun einnig gilda fyrir KS en þar hefst slátrun í fyrstu viku septetmber.

Aðrir sláturleyfishafar hafa ekki gefið út verðskrár en búast má við þeim öllum um eða eftir helgi. Í samtölum við forsvarsmenn sláturleyfishafa kemur fram að reikna má með því að verðskrár verði á svipuðu róli og sú sem SKVH kynnti í gær. Flestir hinna sláturleyfishafanna munu hefja slátrun strax upp úr mánaðamótum utan SS sem hyggjast slátra 20. ágúst, 27. ágúst, 3. og 4. september og hefja svo reglulega slátrun 10. september.

Hér má nálgast verðskrá SKVH og KS.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...