Umplöntunarróbótinn í Sólskógum. Nýting gróðurhúsanna bætist til muna þegar hægt er að sá í lítil ræktunarhólf.
Umplöntunarróbótinn í Sólskógum. Nýting gróðurhúsanna bætist til muna þegar hægt er að sá í lítil ræktunarhólf.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kjarnaskógi, rétt innan við Akureyri.

Katrín Ásgrímsdóttir.

Katrín Ásgrímsdóttir, annar eigenda Sólskóga, segir þetta vera myndavélastýrt tæki sem taki upp plöntur úr bökkum með mjög smáum ræktunarhólfum og færi yfir í bakka með stærri hólf. Tækið skynji hvar spírun hefur heppnast og því náist full nýting á stærri ræktunarhólfunum, í staðinn fyrir 80 til 85 prósent.

Margföld afköst

„Þetta breytir algjörlega öllum ræktunaráætlunum hjá okkur,“ segir Katrín. Áður en þau fengu róbótinn þurftu þau að sá beint í stærri ræktunarhólfin sem leiddi til verri nýtingar á gróðurhúsunum. „Ég get komið fjórum til fimm milljónum plantna inn í tvö þúsund fermetra gróðurhús í staðinn fyrir átta hundruð þúsund til eina og hálfa milljón,“ tekur hún fram.

Þökk sé vélinni geta þau sáð mun fyrr en áður. Núna byrjuðu þau að sá í byrjun mars og verður þeim plöntum umplantað í maí og júní þar sem þær verða látnar vaxa utandyra.

Róbótinn geri flokkun á plöntum jafnframt mun skilvirkari. Katrín nefnir sem dæmi birkiplöntur sem umplantað var í fyrra sem vor allar mjög jafnar í bökkunum. Viðskiptavinirnir hafi þar af leiðandi verið himinlifandi.

Stærsti framleiðandi landsins

Aðspurð hvort vélin hafi verið dýr segir Katrín það vera afstætt. Sjálfur róbótinn hafi kostað nokkra tugi milljóna en þau hafi einnig þurft að byggja upp aðstöðu sem hafi ekki kostað minna. Það hafi meðal annars verið vinnslusalur fyrir vélina og frystigeymsla fyrir plöntur. Sólskógar eru með eina umplöntunarróbótinn á landinu, enda langstærsti framleiðandi skógarplantna hérlendis.

Þessi tækni er ekki alveg ný, en Katrín sá sambærilega vél við skógarplöntuframleiðslu í Noregi fyrir nokkrum árum. Þá hafi blómaræktendur í Evrópu nýtt sér umplöntunarróbóta í þónokkurn tíma. Hröð þróun sé í tæknibúnaðinum og reiknar Katrín með að mikill munur sé á þessari vél og þeim sem voru framleiddar fyrir áratug. Þessi tiltekni umplöntunarróbóti kemur frá Viscon Group í Hollandi.

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...