Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Veitingastaðurinn Under, sem staðsettur er í Lindesnesi í Noregi, er stærsti neðansjávarveitingastaður í heiminum.
Veitingastaðurinn Under, sem staðsettur er í Lindesnesi í Noregi, er stærsti neðansjávarveitingastaður í heiminum.
Fréttir 24. apríl 2019

Fyrsti neðansjávarveitingastaður í Evrópu

Höfundur: ehg
Norska arkitektafyrirtækið Snøhetta kynnti á dögunum fyrsta neðansjávarveitingastað í Evrópu og þann stærsta sinnar tegundar í heiminum sem nú hefur tekið til starfa í Lindesnesi í Noregi. Veitingastaðurinn, sem ber nafnið Under, er á syðsta hluta strandlengju Noregs þar sem sjórinn lemur á staðnum úr norðri og verður einnig notaður sem rannsóknarstöð fyrir lífið neðansjávar. 
 
Lindesnes er þekkt fyrir öfga í veðri, þar sem skilin milli logns og storms geta breyst nokkrum sinnum á dag. Veitingastaðurinn mun taka 40 manns í sæti og rúmu ári fyrir opnun hans höfðu 1.200 manns pantað sér borð á þessum áhugaverða veitingastað. Bræðurnir Gaute Ubostad, sem á og rekur Lindesnes Havhotell og bróðir hans, Stig, fengu hugmyndina að veitingastaðnum og ákváðu að framkvæma hana með góðri hjálp Snøhetta-fyrirtækisins. Nú er nánast uppbókað á veitingastaðinn út septembermánuð. Hafa bræðurnir fengið danska kokkinn Nicolai Ellitsgaard Pederesen til liðs við sig þar sem framreiddur verður norrænn matur en um 20 réttir verða á matseðlinum. Vilja þeir þó leggja áherslu á að þetta verði ekki sjávarréttaveitingastaður, heldur blanda af öllu því besta fáanlega á hverjum tíma. Gestir sem eru svo heppnir að fá borð á veitingastaðnum geta vænst þess að eyða um 30 þúsund krónum íslenskum í máltíðina og að auki þurfa allir sem panta borð að borga fyrirvaragjald upp á um 15 þúsund íslenskar krónur. 
Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...