Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Konráð Valur á verðlaunapalli ásamt Brynju Sophie Arnarsson, Þýskalandi sem varð í 2. Sæti og Elise Harryson, Svíþjóð sem varð í þriðja sæti.
Konráð Valur á verðlaunapalli ásamt Brynju Sophie Arnarsson, Þýskalandi sem varð í 2. Sæti og Elise Harryson, Svíþjóð sem varð í þriðja sæti.
Mynd / wcicelandichorses2017
Fréttir 11. ágúst 2017

Fyrsti heimsmeistaratitillinn í höfn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Konráð Valur Sveinsson hampaði heimsmeistaratitli í gæðingaskeiði flokki ungra knapa í gærkvöldi.

Konráð Valur og Sleipnir frá Skör komu fram af miklu öryggi í báðum sínum sprettum og uppskáru 7,50 í lokaeinkunn, nær 90 kommum hærra en Brynja Sophie Arnarson frá Þýskalandi sem varð í öðru sæti.

Gæðingaskeið er krefjandi keppnisgrein sem reynir á snerpu og nákvæmt samspil knapa og hests. Keppendur skulu leggja á skeið frá stökki, skeiða 100 metra leið og hægja niður á 50 metrum.

Þetta er í annað sinn sem Konráð Valur sigrar keppnisgreinina á Heimsmeistaramóti, en hann hampaði einnig verðlaununum árið 2013, þá á hestinum Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II.

Magnús og Valsa í stuði

Magnús Skúlason, sem keppir fyrir Svíþjóð, sigraði flokk fullorðinna á Valsa från Brösarpsgården.

Magnús og Valsa sigruðu gæðingaskeið fullorðinna. Mynd/ Jacco Suijkerbuijk

Hann skaut þar tveimur fyrrum heimsmeisturum ref fyrir rass. Titilverjandinn Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli urðu í þriðja sæti og kempurnar Guðmundur Einarsson og Sproti frá Sjávarborg fengu silfur. Guðmundur og Sproti sigruðu greinina árið 2009.

Magnús og Valsa tryggðu sér einnig sæti í úrslitum fimmgangs fyrr í vikunni og munu því gera atlögu að öðrum titli.

Hápunktur heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Oirschot í Hollandi er um helgina en þá fara fram úrslit í öllum hringvallargreinum.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...