Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hnit frá Koltursey á Landsmóti hestamanna 2016. Knapi er Daníel Jónsson.
Hnit frá Koltursey á Landsmóti hestamanna 2016. Knapi er Daníel Jónsson.
Mynd / Marius Mackenzie
Fréttir 29. maí 2017

Fyrsta kynbótasýning ársins

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fyrsta kynbótasýning ársins á Íslandi fór fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði 22.-26. maí. Dæmt var mánudag til miðvikudags en yfirlitssýning fór fram á föstudag.

Alls voru 74 hross skráð til dóms. Þar á meðal hross sem áður hafa hlotið háa dóma. Alla jafna koma færri hross til dóms á þeim árum sem Landsmót hestamanna er ekki haldið, en hátíðin er talin mikilvægur kynningargluggi fyrir kynbótahross og ræktunarbú. Því leggja ræktendur gjarnan áherslu á að vænlegustu hrossin séu í sínu besta formi á þeim tíma og halda því frekar að sér höndum á árum milli Landsmóta.

Farmiði á heimsmeistaramót fyrir hæstu einkunn

Þó er það ekki alltaf svo. Því í ár eygja örfáir ræktendur von um að tefla kynbótahrossi fram á heimsmeistaramót íslenska hestsins sem að þessu sinni verður haldið í Oirschot í Hollandi dagana 7.–13. ágúst.

Tvö kynbótahross frá hverju þátttökulandi, ein hryssa og einn stóðhestur, eru sýnd fyrir dómi á mótinu í þremur aldursflokkum, 5 vetra, 6, vetra og 7 vetra og eldri.

Til þess að verða fulltrúi Íslands á heimsmeistaramótinu þarf hross að vera fætt hérlendis og vera sýnt í kynbótadómi á þessu ári. Þátttakan er svo iðulega boðin þeim hrossum sem hljóta hæstu aðaleinkunn.

Kolskeggur toppar sig

Hæstu einkunn sýningar hlaut Kolskeggur frá Kjarnholtum I. Hann hlaut 8,86 í aðaleinkunn sem er hæsta einkunn sem gefin hefur verið í heiminum í ár. Krókur fékk 8,74 fyrir sköpulag og 8,94 fyrir kosti, þar af 9,5 fyrir skeið. Þetta er hærri einkunn en Kolskeggur fékk á Landsmóti hestamanna í fyrra, en þá var hann í öðru sæti í elsta flokki stóðhesta með 8,79 í aðaleinkunn. Kolskeggur er 9 vetra undan Kvisti frá Skagaströnd og Heru frá Kjarnholtum I.

Næsthæstu einkunn sýningarinnar hlaut Krókur frá Ytra-Dalsgerði, 8,70, en hann er einnig í elsta flokki stóðhesta. Hann hlaut 8,76 fyrir sköpulag og 8,67 fyrir kosti. Krókur er 11 vetra undan Gára frá Auðsholtshjáleigu og Hnoss frá Ytra-Dalsgerði.

Hæstu einkunn í 6 vetra flokki hesta hlaut Árblakkur frá Laugasteini, 8,58. Árblakkur fékk 8,28 fyrir sköpulag og 8,78 fyrir kosti. Hann er undan Ágústínusi frá Melaleiti og Áróru frá Laugasteini.

Hæstu einkunn 5 vetra stóðhesta hlaut Apollo frá Haukholtum. Hann hlaut 8,68 í aðaleinkunn, 8,76 fyrir sköpulag og 8,63 fyrir kosti. Apollo er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Eldingu frá Haukholtum.

Hnit frá Koltursey hæst

Hnit frá Koltursey var hæst hryssna, en hún hlaut aðaleinkunnina 8,69 sem mun vera hæsta einkunn sem gefin hefur verið hryssum í heiminum í ár. Hún hlaut 8,64 fyrir sköpulag og 8,73 fyrir kosti. Hnit er 9 vetra undan Stála frá Kjarri og Kjarnorku frá Sauðárkróki.

Hæstu einkunn 6 vetra hryssna hlaut Urður frá Stuðlum. 8,39. Hún hlaut 8,35 fyrir sköpulag og 8,42 fyrir kosti. Urður er undan Mjölni frá Hlemmiskeiði 3 og Hnotu frá Stuðlum.

Krafla frá Breiðholti í Flóa var hæst 5 vetra hryssna með 8,53 í aðaleinkunn.  Hún hlaut 8,17 fyrir sköpulag og 8,77 fyrir kosti. Krafla er undan Ómi frá Kvistum og Gunnvöru frá Miðsitju.

Sló met fyrir sköpulag

Athygli vakti að 4 vetra stóðhestur, Hylur frá Flagbjarnarholti hlaut 8,96 fyrir sköpulag, en það mun vera þriðji hæsti dómur sem gefinn hefur verið fyrir sköpulag í sögunni. Hylur hlaut einkunnina 9,5 fyrir samræmi og prúðleika og einkunnina 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, fótagerð og hófa. Hylur er undan Herkúlesi frá Ragnheiðarstöðum og Rás frá Ragnheiðarstöðum.

Einkunnir í Evórpu

Kynbótasýningar íslenskra hrossa í Evrópu hefjast fyrr en á Íslandi og hafa nú þegar allnokkur hross, fædd hérlendis, komið fyrir dóm.

Þar má nefna að Starri frá Herríðarhóli hlaut langhæstu einkunn allra hrossa á sýningu í Bæjaralandi Þýskalands í apríl. Hann hlaut 8,69 í aðaleinkunn, 8,26 fyrir sköpulag og 8,84 fyrir kosti. Starri er fæddur 2010 undan Ágústínusi frá Melaleiti og Hyllingu frá Herríðarhóli.

Næsthæstu einkunn í þeirri sömu sýningu hlaut Mist frá Hrafnkelsstöðum 1 sem fædd er 2011. Hún hlaut 8,45 í aðaleinkunn, 8,26 fyrir sköpulag og 8,57 fyrir kosti. Eigandi þeirra beggja er Elke Handtmann en sýnandi þeirra var Árni Björn Pálsson.

Kynbótasýningar um allt land

Ráðgert er að halda 16 kynbóta­sýningar hér á landi í ár. Næstu kynbótasýningar fara fram á Melgerðismelum dagana 29. maí–2. júní, á Selfossi 29. maí – 2. júní og í Fljótsdalshéraði 1. og 2. júní.

Lokadagar skráninga og greiðsludaga má nálgast á vefsíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, rml.is

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...