Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hjá POE Limited ægði saman matvöru og ýmsu öðru og ekki var einu sinni handlaug á staðnum til að starfsmenn gætu þvegið sér um hendurnar.
Hjá POE Limited ægði saman matvöru og ýmsu öðru og ekki var einu sinni handlaug á staðnum til að starfsmenn gætu þvegið sér um hendurnar.
Fréttir 15. júní 2017

Fyrirtæki af rúmenskum uppruna sektað fyrir matarsvindl og sóðaskap í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þrátt fyrir vottanir og opinbera stimpla af ýmsum toga í matvælaiðnaði innan ESB-landa, þá berast ítrekað fregnir af svindli í þessum geira. Það nýjasta er 44.000 punda sekt breskra yfirvalda gagnvart umdeildu rúmensku fyrirtæki fyrir sóðaskap og ólöglega endurpökkun á kjúklingahjörtum, lifur og bringum. Þetta eru um 5,6 milljónir ísl. kr.
 
Greint var frá málinu í Express & Star 27. maí. Þar kemur fram að rúmenska fyrirtækið POE Limited í Rugley í Staffordskíri á Englandi hafi verið sektað eftir heimsókn heilbrigðiseftirlitsins í vinnslustöð fyrirtækisins í Tower Business Park.  Ástæða sektarinnar var að fyrirtækið, sem hafði ekkert opinbert leyfi til að meðhöndla kjöt, var að endurpakka kjöti fyrir breskan markað. Var kjötvörunni endurpakkað í smærri umbúðir og síðan límdir á pakkningarnar falsaðir miðar með upprunamerkingum og númerum löglegs framleiðanda áður en varan var sett á markað í Bretlandi.
 
Um var að ræða kjöt af ýmsum toga auk þess sem þar voru kjötfylltar vefjur, kjúklingahjörtu, lifur og bringur.  Þarna var líka verið að útbúa kjötrétti til dreifingar, þrátt fyrir að þessir réttir væru ekki framleiddir samkvæmt kröfum um þrifnað. 
 
Á matvælunum voru falsaðir límmiðar með nafni og númeri löglegs framleiðanda. 
 
Um 160 kg af kjötvörum sem voru metin varasöm til neyslu var eytt. Þá voru á staðnum óskipulegar stæður af pakkaðri kjötvöru á leið á markað. 
 
Var bæði POE Limited og framkvæmdastjórinn, Calin Poanariu, fundin sek um brot á þrem matvæla-, öryggis- og hreinlætisreglugerðum og fyrir ólöglega framleiðslu og pökkun. Einnig fyrir að setja falskar merkingar á vöruna og fyrir að nota ólöglega framleiðslunúmer frá viðurkenndum framleiðanda. 
 
Stjórnendur fyrirtækisins gengust við þessum ásökunum og viðurkenndu einnig að hafa enga handþvottaaðstöðu á staðnum og hafa sniðgengið hreinlætisreglur. Fyrirtækið fékk sekt upp á 35.720 pund og framkvæmdastjórinn var sektaður um 8.143 pund.   
Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...