Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hjá POE Limited ægði saman matvöru og ýmsu öðru og ekki var einu sinni handlaug á staðnum til að starfsmenn gætu þvegið sér um hendurnar.
Hjá POE Limited ægði saman matvöru og ýmsu öðru og ekki var einu sinni handlaug á staðnum til að starfsmenn gætu þvegið sér um hendurnar.
Fréttir 15. júní 2017

Fyrirtæki af rúmenskum uppruna sektað fyrir matarsvindl og sóðaskap í Bretlandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Þrátt fyrir vottanir og opinbera stimpla af ýmsum toga í matvælaiðnaði innan ESB-landa, þá berast ítrekað fregnir af svindli í þessum geira. Það nýjasta er 44.000 punda sekt breskra yfirvalda gagnvart umdeildu rúmensku fyrirtæki fyrir sóðaskap og ólöglega endurpökkun á kjúklingahjörtum, lifur og bringum. Þetta eru um 5,6 milljónir ísl. kr.
 
Greint var frá málinu í Express & Star 27. maí. Þar kemur fram að rúmenska fyrirtækið POE Limited í Rugley í Staffordskíri á Englandi hafi verið sektað eftir heimsókn heilbrigðiseftirlitsins í vinnslustöð fyrirtækisins í Tower Business Park.  Ástæða sektarinnar var að fyrirtækið, sem hafði ekkert opinbert leyfi til að meðhöndla kjöt, var að endurpakka kjöti fyrir breskan markað. Var kjötvörunni endurpakkað í smærri umbúðir og síðan límdir á pakkningarnar falsaðir miðar með upprunamerkingum og númerum löglegs framleiðanda áður en varan var sett á markað í Bretlandi.
 
Um var að ræða kjöt af ýmsum toga auk þess sem þar voru kjötfylltar vefjur, kjúklingahjörtu, lifur og bringur.  Þarna var líka verið að útbúa kjötrétti til dreifingar, þrátt fyrir að þessir réttir væru ekki framleiddir samkvæmt kröfum um þrifnað. 
 
Á matvælunum voru falsaðir límmiðar með nafni og númeri löglegs framleiðanda. 
 
Um 160 kg af kjötvörum sem voru metin varasöm til neyslu var eytt. Þá voru á staðnum óskipulegar stæður af pakkaðri kjötvöru á leið á markað. 
 
Var bæði POE Limited og framkvæmdastjórinn, Calin Poanariu, fundin sek um brot á þrem matvæla-, öryggis- og hreinlætisreglugerðum og fyrir ólöglega framleiðslu og pökkun. Einnig fyrir að setja falskar merkingar á vöruna og fyrir að nota ólöglega framleiðslunúmer frá viðurkenndum framleiðanda. 
 
Stjórnendur fyrirtækisins gengust við þessum ásökunum og viðurkenndu einnig að hafa enga handþvottaaðstöðu á staðnum og hafa sniðgengið hreinlætisreglur. Fyrirtækið fékk sekt upp á 35.720 pund og framkvæmdastjórinn var sektaður um 8.143 pund.   
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...