Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Jón Baldur Lorange framkvæmdastjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar.
Mynd / smh
Fréttir 9. mars 2018

Fyrirkomulag greiðslna til sauð­fjárbænda í samræmi við reglur

Höfundur: smh
Jón Baldur Lorange, fram­kvæmda­stjóri Búnaðarstofu Matvælastofnunar, segir að drátturinn á greiðslum til sauðfjárbænda eigi sér sínar skýringar, en fyrirkomulagið hafi verið í samræmi við reglur. 
 
Svo virðist vera að einhverjir sauðfjárbændur hafi gert ráð fyrir að fyrstu stuðningsgreiðslur ársins vegna búvörusamninga kæmu þann 1. febrúar. Búnaðarstofa Matvælastofnunar gaf út tilkynningu þann dag um að vonast væri til að hægt yrði að ganga frá ársuppgjöri beingreiðslna 2017 síðar þann dag og fyrstu beingreiðslum ársins daginn eftir. Það dróst hins vegar til 5. febrúar.
 
„Í fyrri búvörusamningi var fyrirkomulag með öðrum hætti sem kann að hafa valdið misskilningi. Samkvæmt samstarfssamningi um sauðfjárrækt milli ríkis og bænda sem tók gildi 1. janúar 2017 skal Matvælastofnun gera ársáætlun eigi síðar en 15. febrúar um heildargreiðslur allra framleiðenda,“ segir Jón Baldur. 
 
Fyrsta greiðsla í febrúar
 
„Fyrsta greiðsla ársins skal fara fram í febrúar þegar búið er að ganga frá framsali greiðslumarks, en bændur höfðu frest til 15. janúar til að gera það. Enn fremur þarf ársáætlun og uppgjör síðastliðins árs að liggja fyrir svo hægt sé að greiða bændum. Ársuppgjör, ársáætlun og fyrsta greiðsla þriggja styrkjaflokka af fimm var tilbúin innan tímamarka, en vinna við útreikning og greiðslu á sérstökum stuðningi stjórnvalda í janúar vegna kjaraskerðingar olli töfum á frágangi á svæðisbundnum stuðningi og býlisstuðningi. Heildarársáætlun fyrir allar stuðningsgreiðslur var birt undir rafrænum skjölum á Bændatorginu 28. febrúar, og hafa bændur 20 daga frá birtingu hennar til að gera athugasemdir við hana,“ segir Jón Baldur.   
 
Jón Baldur segist skilja það að sauðfjárbændur hafi viljað fá fyrstu stuðningsgreiðslur ársins fyrr. „Við lögðum mikla áherslu á að koma fyrstu greiðslu ársins sem allra fyrst til sauðfjárbænda. Verkefni okkar fyrstu daga ársins eru hins vegar einfaldlega það mörg og þetta verður allt að vinnast í réttri röð. 
 
Ég tek þó fram að fyrirkomulag greiðslna nú er í fullu samræmi við reglur, sem kveða á um að greiðslurnar berist í febrúar.“ 
 
Miklar annir hjá Búnaðarstofu
 
„Skýringarnar á því að ekki náðist að greiða 2. febrúar, eins og við stefndum að, eru nokkrar. Óvenju margar tilkynningar um framsal á greiðslumarki í sauðfé vegna komandi árs bárust okkur, vinna við fyrsta innlausnardag greiðslumarks mjólkur, þar sem um 100 kúabændur óskuðu eftir kaupum á greiðslumarki, tók sinn tíma og að síðustu fólst mikil vinna við umsýslu vegna aðgerða stjórnvalda til handa sauðfjárbændum vegna kjaraskerðingar. Sú vinna varð að vera í forgangi en reglugerð var sett um þær 16. janúar og við greiddum fyrsta hluta stuðningsins til bænda 19. janúar og síðari hluta þann 26. janúar. 
 
Það breytir ekki því að við höfum fullan skilning á því að sauðfjárbændur vilja fá fyrstu greiðslu ársins fyrr, en til þess að það sé hægt þarf að búa svo um hnútana að okkur sé það mögulegt. Það er rétt að halda því til haga að árangur okkar í fyrra, á fyrsta ári nýrri búvörusamninga, verður að teljast ásættanlegur, þegar haft er í huga að allar greiðslur komu til bænda á réttum tíma í samræmi við búvörusamninga og reglugerðir stjórnvalda.  
 
Matvælastofnun hefur lagt metnað okkar í að byggja upp rafræna stjórnsýslu til að tryggja fagmennsku, gegnsæi og traust við framkvæmd búvörusamninga. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðið dyggilega við bakið á okkur í þessum verkefnum sem hefur skipt sköpum,“ segir Jón Baldur. 
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...