Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Með fækkun hrossa á kynbótasýningum á Landsmóti hestamanna skapast möguleikar  á að útfæra sýningar á kynbótahrossum á annan hátt en verið hefur. Í þessu samhengi hafa úrvalssýningar hrossa verið nefndar. Hér er Ölnir frá Akranesi, hæst dæmdi 6 vetra stóð
Með fækkun hrossa á kynbótasýningum á Landsmóti hestamanna skapast möguleikar á að útfæra sýningar á kynbótahrossum á annan hátt en verið hefur. Í þessu samhengi hafa úrvalssýningar hrossa verið nefndar. Hér er Ölnir frá Akranesi, hæst dæmdi 6 vetra stóð
Fréttir 19. október 2015

Fyrirhugað að fækka hrossum á mótinu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Fyrirhugaðar eru breytingar á sýningum kynbótahrossa á Landsmóti hestamanna á Hólum. Samkvæmt tillögum starfshóps um málefnið verður sett þak á fjölda kynbótahrossa á mótinu. 
 
Mun það gefa færi á nýjum útfærsl­um á sýningum kynbótahrossa. Hugmyndirnar verða kynntar í fundarferð á næstu vikum.
 
Á síðasta aðalfundi Félags hrossabænda var skipaður starfshópur til að ræða nýtt fyrirkomulag Landsmóta. Ástæðan er sterk krafa um að létta dagskrá kynbótasýninga á mótinu og gera hana áhorfendavænni. Í nefndinni sitja fulltrúar frá aðildarfélögum Félags hrossabænda, Landssambandi hestamannafélaga, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Félagi tamningamanna. Munu fulltrúar starfshópsins kynna niðurstöður hennar og hugmyndir í fundarferð sem farin verður kringum landið í október.
 
Dagskráin þykir þung í vöfum
 
Val kynbótahrossa inn á Landsmót hestamanna hefur verið háð einkunnarlágmörkum sem Fagráð í hrossarækt gefur út ár hvert. Hafa þau hross sem uppfylla einkunnarlágmörk á vorsýningum hlotið rétt til að koma fram í hefðbundinni kynbótasýningu Landsmóti, þar sem hrossin eru dæmd fyrir kosti. Einkunn fyrir sköpulag hefur hins vegar staðið samkvæmt vordómi. 
 
Einkunnarlágmörkin hafa þó haft þá vankanta að ekki hefur verið hægt að vita fyrirfram hversu mörg hross hljóta þátttökurétt. Því hefur fylgt óvissa sem hefur háð skipulagi og dagskrá mótsins. Þannig hlutu um 280 hross þátttökurétt á Landsmótinu á Hellu 2014, en 231 hross komu fram. Þótti dagskráin fullþung í vöfum sem bætti enn þá kröfu, frá fyrri árum, að breytinga sé þörf.
 
Samkvæmt hugmyndum starfshópsins verður sett þak á fjölda hrossa í hverjum flokki. Þannig munu aðeins hæst dæmdu hrossin hljóta þátttökurétt. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML, situr í nefndinni. Hann segir fjölda hrossa í hverjum flokki vera útfærsluatriði en líklegast verði miðað við sögu fyrri ára, sem sýnir að flest hrossin koma fram í 5 og 6 vetra flokki og einnig þurfi að komast að því hver heildarfjöldinn eigi að vera. Þá hafi komið til umræðu hvort dæma ætti öll kynbótahrossin á mótinu eða stefna á kynningar á hluta hrossanna, þ.e. elsta flokk hrossa.
 
Úrvalskostir og falleg hross
 
Með því að fækka hrossum á kynbótasýningum og minnka vægi í flokki elstu hrossa, telur skipulagsnefndin að hægt sé að létta á dagskrá kynbótahrossa á Landsmóti. Þá gæti enn fremur skapast möguleikar á að útfæra sýningar á kynbótahrossum á annan hátt en verið hefur.
 
Í þessu samhengi nefnir Þorvaldur úrvalssýningar hrossa með einkunnina 9,5 og 10 fyrir ákveðnar gangtegundir sem gætu orðið vinsælar meðal áhorfenda. 
 
Þá segir hann spennandi að gefa byggingardómum vægi á Landsmóti. Þannig væri hægt að stilla upp fallegustu hrossum landsins, samkvæmt kynbótadómum, áhorfendum til gagns og gleði. Fleiri útfærsluatriði hafa verið rædd innan nefndarinnar og vonast Þorvaldur eftir að eiga gagnlegar samræður við fundargesti á fyrirhugaðri fundarferð en þar verða þessar hugmyndir kynntar og fólki gefst færi á því að segja sína skoðun á þeim.
 
Stefnt er að því að fullmóta tillögu að breyttu fyrirkomulagi kynbótasýninga á Landsmóti hestamanna fyrir aðalfund Félags hrossabænda sem fram fer í byrjun nóvember. 

2 myndir:

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...